

Verkefnastjóri á umhverfis- og skipulagssviði
Sveitarfélagið Vogar óskar eftir að ráða drífandi og vel skipulagðan einstakling í starf verkefnisstjóra á umhverfis- og skipulagssviði. Starfið er fjölbreytt og spennandi og heyrir undir sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs. Um er að ræða 100% starf og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Verkefni umhverfis- og skipulagssviðs hafa aukist að umfangi samhliða örum vexti sveitarfélagsins og mun verkefnastjóri í samráði við sviðsstjóra meðal annars taka þátt í að formgera ferla og vinnulag innan sviðsins.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn og utanumhald um verkefni sviðsins, þar með talið móttaka erinda, undirbúningur, afgreiðsla, skráning mála í skjalakerfi sveitarfélagsins og eftirfylgni mála á sviði skipulags- og byggingarmála.
- Þátttaka í undirbúningi fyrir fundi fastanefnda sveitarfélagsins á sviði umhverfis- og skipulagsmála
- Þáttaka í ýmsum þróunar-, skipulags- og uppbyggingarverkefnum
- Undirbúningur vegna starfsemi vinnuskóla
- Samskipti við íbúa, fyrirtæki og aðra hagsmunaðila um verkefni sviðsins.
- Ýmis önnur verkefni sem tengjast umhverfis- og skipulagssviði Voga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Menntun og/eða reynsla á sviði skipulagsmála er æskileg
- Þekking á lagaumhverfi málaflokksins og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni.
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
- Góð íslensku og ensku kunnátta
- Hreint sakavottorð
Advertisement published25. April 2025
Application deadline18. May 2025
Language skills

Required
Location
Iðndalur 2, 190 Vogar
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sérfræðingur í viðskiptaumsjón
Íslandsbanki

Verkefnastjóri kennslukerfa og gervigreindar
Háskólinn í Reykjavík

Sérfræðingur í Gæða- og Þjálfunarmálum
Airport Associates

Verkefnisstjóri nýsköpunarstuðnings á Vísinda- og nýsköpunar
Háskóli Íslands

Verkefnastjóri samskipta
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Verkefnisstjóri á ENIC/NARIC upplýsingaskrifstofu
Háskóli Íslands

Spennandi sumarstarf fyrir meistaranema
SSH

Producer
CCP Games

Bilateral and Sector Officer – FMO
Financial Mechanism Office (FMO)

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar

Project Manager – Finance and Contractual
atNorth

Verkefnastjóri
GR verk ehf.