Ljósleiðarinn
Ljósleiðarinn byggir upp og rekur ljósleiðaranet fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Með þéttu neti ljósleiðaraþráða tryggir Ljósleiðarinn landsmönnum hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar. Ljósleiðarinn leggur áherslu á skjóta og örugga þjónustu. Í einni heimsókn eru þráðlaus tæki heimilisins tengd við ljósleiðara þar sem möguleikarnir eru endalausir. Ljósleiðarinn tryggir að tækifærin sem felast í tækniframförum framtíðarinnar rati til allra. Með tengingu við Ljósleiðarann færðu hnökralaust samband við framtíðina. Þannig gerum við allt mögulegt mögulegt.
Verkefnastjóri
Við leitum að drífandi og öflugum einstaklingi með brennandi áhuga og þekkingu á verkefnastjórnun.
Sem verkefnastjóri hjá Ljósleiðarans stýrir þú verkefnum frá undirbúningi, í gegnum framkvæmd og þar til afurð hefur verið afhent til reksturs. Í því felst m.a. gerð kostnaðaráætlana og verksamninga, samskipti við hagsmunaaðila og umsjá leyfismála.
Þetta er spennandi tækifæri fyrir umbótasinnaða manneskju sem býr yfir drifkrafti og góðri samskiptafærni.
Helstu verkefni
- Umsjón með verkefnastofnum og verkefnum.
- Skipulagning og stýring á tímaáætlunum, fjárhagsáætlunum og markmiðum verkefna.
- Eftirfylgni með framvindu verkefna og skráningu árangurs í samræmi við skilgreinda mælikvarða.
- Samræming verkefna á milli deilda ásamt stuðningi og upplýsingamiðlun gagnvart hagsmunaaðilum í verkefnum.
- Forysta í uppbyggingu á faglegri verkefnastjórn hjá Ljósleiðaranum
- Stuðningur við forstöðufólk í spágerð
- Þátttaka í umbótum á verkferlum Ljósleiðarans
Hæfni og reynsla sem við leitumst eftir:
- Sjálfstæði, öguð vinnubrögð, drifkraftur og frumkvæði
- Sterk þjónustulund og afburða samskiptafærni
- Líður vel í lausnamiðuðu teymisumhverfi sem sameiginlega nær árangri
- Vilji til þekkingarleitar, umbótahugsun og góð skipulagsfærni
- Reynsla af stýringu framkvæmdaverkefna og/eða stærri verkefna er kostur
- Háskólapróf á sviði í iðn, tækni eða verkfræði er kostur
- MPM og/eða vottun í verkefnisstjórnun er kostur
Þetta starf fellur undir teymið verkefnastýring og eftirlit sem er hluti af Innviðasviði Ljósleiðarans
Advertisement published2. January 2025
Application deadline14. January 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Bæjarháls 1, 110 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)
Sérfræðingur í stefnumótandi innkaupum
Fjársýslan
Sérfræðingur í gagnaþróun
Seðlabanki Íslands
Heilbrigðisfulltrúi - Norðurlandi vestra
Heilbrigðiseftirlit Norðurl vestra
Verslunarstjóri Nettó Miðvangi - Hafnarfirði
Nettó
Fjölbreytt verkefni tengd vatni
EFLA hf
Viltu auka vellíðan og öryggi starfsfólks á vinnumarkaði?
Vinnueftirlitið
Sérfræðingur í rekstrargreiningum
EFLA hf
Vélaverk, Véltækni eða Véliðnfræðingur.
Stálvík ehf
Ertu ritfær, hugmyndaríkur og nýjungagjarn einstaklingur?
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Smiður / Carpenter
Bygging og Viðhald ehf
Sérfræðingur í stafrænum lausnum
Vegagerðin
Verkefnastjóri
Icelandair