Jökulá
Jökulá
Jökulá

Verkefna- og rekstrarstjóri

Jökulá leitar að öflugum og skipulögðum verkefna- og rekstrarstjóra með sterka framkvæmdagetu, einstaklingi sem tryggir að verkefni haldi áfram, þróist á réttum hraða og klárist á réttum tíma. Viðkomandi vinnur náið með framkvæmdastjóra og hönnunar- og þróunarteymum við að halda utan um rekstur, framvindu og afhendingar.

Helstu verkefni

  • Umsjón með verkefnaflæði og tímalínum í hönnunar- og þróunarverkefnum
  • Tryggja skilvirka framkvæmd, þ.e. fjarlægja hindranir, halda verkefnum gangandi og tryggja afhendingar innan tímaramma
  • Fylgjast með tímaskráningu, afköstum og árangri teymis
  • Skýr og regluleg samskipti við viðskiptavini um stöðu verkefna
  • Fylgjast með rekstraráætlun og uppfærsla í samræmi við framvindu verkefna
  • Setja upp og fínstilla verkferla til að tryggja skilvirk og stöðluð vinnubrögð
  • Gerð kostnaðaráætlana fyrir hönnunar- og þróunarverkefni
  • Lausnamiðuð nálgun með hæfni til að framkvæma, forgangsraða og koma verkefnum yfir endalínuna
  • Greina tækifæri til umbóta í rekstri og ferlum
  • Almennt utanumhald um daglegan rekstur skrifstofu

Hæfniskröfur

  • Reynsla af verkefnastjórnun í stafrænum lausnum (hönnun, vefþróun, hugbúnaður)
  • Sterk geta til að taka ákvarðanir, forgangsraða og drífa verkefni áfram
  • Góð þekking á hönnunar- og þróunarferlum
  • Geta til að meta umfang og gera verð- og tímaáætlanir
  • Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfni
  • Reynsla við að vinna náið með stjórnendum og fjölbreyttum teymum
  • Geta til að starfa í hröðu umhverfi og halda mörgum verkefnum gangandi samtímis
  • Reynsla eða skilningur á rekstri er kostur

Við bjóðum

  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á vöxt, stefnu og ferla fyrirtækisins
  • Skapandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi með sveigjanleika og traustum teymum
  • Mikið sjálfstæði og ábyrgð, hlutverk sem er lykill í daglegum rekstri
  • Fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur

Menntun sem nýtist í starfi

Fríðindi í starfi

Hádegismatur, reglulegar skemmtanir og fyrirlestrar

Advertisement published11. December 2025
Application deadline19. December 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
IcelandicIcelandic
Optional
Advanced
Location
Ármúli 40, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags