Slippurinn Akureyri ehf
Slippurinn Akureyri ehf. veitir alhliða þjónustu við sjávarútveginn og teljast helstu útgerðir á Íslandi til viðskiptavina fyrirtækisins, einnig hefur Slippnum orðið ágengt á erlendum markaði upp á síðakastið. Aðrir viðskiptavinir eru stóriðjur, virkjanir og ýmsar verksmiðjur.
Slippurinn Akureyri ehf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði hér á landi. Það rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og annast hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðir, rennismíði og skipasmíðar. Fyrirtækið rekur ennfremur trésmíðaverkstæði, sand/vatnsblástur, málun og verslun með eigin framleiðslu og aðrar vörur til skipa. Skipaþjónusta Slippsins Akureyri annast þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og býður heildarlausnir í hönnun, endurnýjun og viðhaldi á skipum og búnaði þeirra. Þá færast svonefnd landverkefni stöðugt í aukana hjá fyrirtækinu.
Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn og vélvirkjar. Helstu þættir í skipaþjónustu Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir og ryðfrí smíði auk innréttingasmíði og hvers konar viðhalds á tréskipum.
Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.
Vélvirkjar/Vélstjórar
Vegna aukinna umsvifa leitum við að kraftmiklum vélvirkjum eða vélstjórum, um er að ræða fullt starf á skemmtilegum og metnaðarfullum vinnustað sem veitir fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hér gefst tækifæri til að öðlast víðtæka reynslu í spennandi og öflugu starfsumhverfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Vélaviðgerðir á skipum
- Viðhald og uppsetning á þrýsti- og vökvalögnum
- Uppsetning búnaðar
- Önnur almenn vélaviðgerðavinna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveins- eða meistarabréf í vélvirkjun, vélstjórn eða sambærilegri iðngrein
- Fagleg vinnubrögð og metnaður í starfi
- Stundvísi, áreiðanleiki og öguð vinnubrögð
- Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð hugsun
- Sterk öryggisvitund og góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Starfsþjálfun, símenntun og tækifæri til starfsþróunar
- Samkeppnishæf laun
- Kraftmikið og gott starfsfólk í samheldnu teymi
- Góðan aðbúnað hjá metnaðarfullu fyrirtæki í stöðugri sókn
- Niðurgreitt mötuneyti
Advertisement published9. January 2025
Application deadline31. January 2025
Language skills
English
IntermediateRequired
Icelandic
IntermediateRequired
Location
Naustatangi 2, 600 Akureyri
Type of work
Skills
ProactiveHonestyHuman relationsAmbitionIndependencePunctualMeticulousnessIndustrial mechanics
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Vélfræðingar, vélsmiðir, stálsmiðir, aðilar með suðuréttindi
Grímur ehf. vélaverkstæði og smiðja
Sérfræðingur á sölusviði
Varma og Vélaverk
Pípulagningamaður óskast
G.Ó. pípulagnir ehf
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Vélstjóri óskast til starfa á ísfisktogara hjá Brim hf
Brim hf.
Hraunbræðslusérfræðingur - Lava Melter
Lava Show
Verkstjóri vélaverkstæðis - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær
Vélvirki, vélstjóri eða menn vanir vélaviðgerðum
Stálorka
Iðnaðarmaður á verkstæði
Rio Tinto á Íslandi
Bifvélavirki óskast
Colas Ísland ehf.
Ertu sérfræðingur í vélum og vinnulyftum?
BYKO Leiga og fagverslun
Pípari á Akranesi
EBÓ - Pípu-, Véltækniþjónusta & Ráðgjöf