Varma og Vélaverk
Fagmennska og þjónusta er okkar fag.
Saga Varma og vélaverks nær 37 ár aftur í tímann og hjá fyrirtækinu starfa 7 manns. Helstu viðskiptavinir Varma og vélaverks eru veitur og sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Samhliða innflutningi og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum, annast starfsmenn Varma & vélaverks, tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf við val á búnaði.
Starfsmenn Varma & vélaverks leggja sig fram við að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini.
Sem dæmi má nefna að Varma & vélaverk hefur um árabil þjónustað orkuveitur með mælitækjum, lokum, drifbúnaði, dælum, ásþéttum, o.fl.
Varma og vélaverk er hluti af Fagkaupum sem veita byggingar-, iðnaðar- og veitumarkaði virðisaukandi þjónustu.
Innan Fagkaupa eru verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindri, Vatn og veitur, S. Guðjónsson, Varma og Vélarverk, K.H. vinnuföt, Áltak, Fossberg, Hagblikk og Þétt byggingalausnir. Rúmlega 300 starfsmenn vinna hjá Fagkaupum í fjölbreyttum störfum ólíkra starfsstöðva og fyrirtækja.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Eitt af lykilmarkmiðunum er að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Til að ná þeim markmiðum er hæft starfsfólk mikilvægur partur í daglegum störfum Fagkaupa.
Fagkaup starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Auk þess hefur Fagkaup hlotið vottun skv. ISO 9001 gæðastaðlinum.
Lögð er áhersla og góðan starfsanda og góðan aðbúnað starfsfólks.
Sérfræðingur á sölusviði
Starfsfólk Varma og vélaverks annast tækniþjónustu, varahlutaþjónustu og ráðgjöf auk innflutnings og sölu á vörum og búnaði frá viðurkenndum framleiðendum.
Starfsmenn Varma & vélaverks leggja sig fram við að finna hentugar og hagstæðar lausnir fyrir viðskiptavini. Helstu viðskiptavinir okkar eru veitur og sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Við erum að leita að öflugum einstakling til að bætast í hópinn. Starfið sem um ræðir felur í sér sölu og ráðgjöf á tæknibúnaði til viðskiptavina ásamt markaðs og vöruþróun fyrir fyrirtækið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og Ráðgjöf
- Markaðsþróun
- Vöruþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi: t.d verkfræði, tæknifræði, rafiðnfræði, mekatrónik eða vélfræði
- Reynsla og þekking af orku og sjávarútvegi kostur
- Reynsla og þekking af markaðs og vöruþróun kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Gott vald á íslenskri og enskri tungu
Fríðindi í starfi
- Jafnlaunavottun
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
Advertisement published9. January 2025
Application deadline31. January 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Knarrarvogur 4, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
ProactiveHuman relationsIndependenceMeticulousness
Work environment
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Vélfræðingar, vélsmiðir, stálsmiðir, aðilar með suðuréttindi
Grímur ehf. vélaverkstæði og smiðja
Viðhald loftræstikerfa
Hitastýring hf.
Hlutastarf í verslun SportsDirect Lindum
Sports Direct Lindum
Vélstjóri óskast til starfa á ísfisktogara hjá Brim hf
Brim hf.
Hraunbræðslusérfræðingur - Lava Melter
Lava Show
Sérfræðingur í stafrænum lausnum
Vegagerðin
Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið
Verkstjóri vélaverkstæðis - Þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðarbær
Vélvirki, vélstjóri eða menn vanir vélaviðgerðum
Stálorka
Ert þú sérfræðingur í hleðslulausnum?
Orkusalan
Sérfræðingur í rafmagnsöryggi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Blómaval