Vélfræðingar, vélsmiðir, stálsmiðir, aðilar með suðuréttindi
Grímur ehf. óskar eftir sjálfstæðum, úrræðagóðum og áreiðanlegum einstaklingum með iðnréttindi eða reynslu í faginu og jákvæða þjónustulund. Um er að ræða fullt starf á fjölskylduvænum vinnustað með góðu fólki, í fallegum og fjölskylduvænum bæ úti á landi.
Starfið er fjölbreytt og nokkuð krefjandi.
Grímur ehf. er mjög vel tækjum búið, bæði til að sinna fjölbreyttum verkefnum bæði inni á verkstæðinu og einnig til starfa utan starfstöðvar. Nýtir fyrirtækið mikilvægan tækjabúnað eins og 90tm. krana, 2 skotbómulyftara, kranabíl með 50tm. krana auk annarra minni tækja og bíla í eigu fyrirtækisins.
Gerð er krafa um íslensku eða góða enskukunnáttu.
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð við nýsmíði og fjölbreytta viðhaldsvinnu á svæði sem nær frá Mývatni austur á Raufarhöfn.
Sveinspróf eða mikil reynsla á sviði járnsmíði eða tengdum greinum
Aðstoð við útvegun húsnæðis
Heilsubótarstyrkur
Styrkur til menntunar eða aukinna réttinda