

Vaktstjóri í hlutastarf!
Ert þú með góða þjónustulund, öguð vinnubrögð og hefur gaman af samskiptum við fólk? Ef svo er, þá gætum við verið að leita af þér!
Nú leitum við af vaktstjóra á þjónustuborð í hlutastarf. Þjónustuborð tilheyrir afgreiðslu-, og kassasvæði verslunarinnar. Hlutverk þjónustuborðs er að þjónusta viðskiptavini okkar með því að veita upplýsingar um þjónustu fyrirtækisins, taka á móti greiðslum, skilavörum, gallamálum, afhenda pantanir og gera uppgjör.
Hlutverk vaktstjóra er að veita viðskiptavinum slíka þjónustu sem og að vera daglegur leiðtogi starfsfólks á afgreiðslu-, og kassasvæði bæði í verslun og í timbursölu. Jafnframt ber vaktstjóra að tryggja gott flæði á afgreiðslukössum. Starfsfólk á þjónustuborði og afgreiðslukassa á fyrstu og síðustu samskiptin í heimsókn viðskiptavina og er því mikilvægt að þjónustulund og viðmót sé gott.
Lágmarksaldur er 18. ára.
Að öllu jöfnu er unnið aðra hverja helgi, með möguleika á aukavinnu á virkum dögum.
Vaktstjóri svarar til þjónustustjóra.
- Afgreiðsla á afgreiðslukassa
- Móttaka á skila- og gallavörum
- Afhending pantana
- Uppgjör
- Skipuleggja matar- og kaffipásur starfsfólks
- Tryggja flæði á kassasvæði
- Þjónustulund
- Hæfni í samskiptum
- Skipulagshæfileikar
- Öguð vinnubrögð












