
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Umsjónarmaður vöru og varahluta / Materials Coordinator
Við leitum að lausnamiðuðum og skipulögðum umsjónarmanni vöru og varahluta til að leiða og samhæfa efnisstjórnun á starfssvæðinu okkar. Umsjónarmaðurinn verður lykiltengiliður milli viðhalds, vöruhúss og innkaupa og tryggir að nauðsynlegir varahlutir séu tiltækir til að lágmarka truflanir í rekstri.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Leiða efnisstjórnun á staðnum og vera tengiliður við aðalteymi.
- Viðhalda góðum samskiptum milli viðhalds, vöruhúss og innkaupadeilda.
- Koma á framfæri þörfum og áskorunum staðarins við efnisstjórnunarhópinn.
- Innleiða og styðja við REX (Reliability Excellence) og önnur umbótaverkefni.
- Leysa flókin vandamál sem tengjast framboði og afhendingu á skilvirkan og árangursríkan hátt.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun eða sambærileg menntun er æskileg.
- Reynsla af efnisstjórnun, birgðahaldi eða skyldum störfum.
- Þekking á viðhalds- og rekstrarferlum er kostur.
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Sterk skipulagshæfni og góð samskiptahæfni.
- Mikil öryggisvitund og hæfni í mannlegum samskiptum.
Fríðindi í starfi
- Gott mötuneyti
- Rútuferðir til og frá vinnu
- Velferðaþjónusta
Advertisement published26. May 2025
Application deadline8. June 2025
Language skills

Required

Required
Location
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (5)
Similar jobs (12)

Bifvélavirki / Mechanic - Summer job (May - Oct)
Lotus Car Rental ehf.

Smiður óskast eða verkamaður í byggingariðnaði
Tóm Tjara

Bílaumsjónarmaður
MAX1 | VÉLALAND

Sölustjóri CAT Lyftara og vöruhúsalausna
Klettur - sala og þjónusta ehf

Söluráðgjafi í álgluggum
BYKO

Stálreisingarverkstjóri
Ístak hf

Fasteignaumsjón
Veritas

Skipuleggjandi viðhalds / Maintenance Planner
Alcoa Fjarðaál

Flotlagnir óska eftir starfsmanni.
Flotlagnir ehf

Starfsmaður á verkstæði og í uppsetningar húseininga
Terra Einingar

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Tækifæri fyrir iðnaðarmann
Vatnsveita Kópavogs