Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Stálreisingarverkstjóri

Ístak leitar að stálreisingarverkstjóra sem mun taka þátt í að stýra öflugu teymi stálreisingarmanna. Verkstjórinn mun hafa umsjón með framvindu verkefna og vinnur að því að umgengni, aðstaða, öryggi og frágangur á vinnustað sé samkvæmt lögum og gæðakröfum fyrirtækisins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stýra verkefnum í stálreisningu og tryggja að vinnan sé í samræmi við verkáætlun
  • Samræma aðgerðir kranastjóra, suðumanna og annarra iðnaðarmanna
  • Verkefnastjórnun og skipulagning verkefna í samráði við aðra verk- og flokkstjóra innan deildarinnar
  • Gera áhættumat og sjá til þess að vinnureglur séu virtar
  • Fylgja gæðastöðlum og tryggja rétta uppsetningu samkvæmt teikningum
  • Eftirlit með undirverktökum eftir því sem við á
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Meistarabréf í stálsmíði eða skyldum greinum kostur
  • Reynsla í stálvinnu og reisningu
  • Þekking á öryggismálum
  • Hæfni í að lesa verkfræðiteikningar og burðarvirkisuppdrætti
  • Leiðtogahæfni og góðir samskiptahæfileikar

Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Ístaks, [email protected].

Advertisement published26. May 2025
Application deadline9. June 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Project management
Professions
Job Tags