

Viðskiptastjóri hjá Kríta með áherslu á byggingariðnað
Kríta leitar að söludrifnum viðskiptastjóra með djúpa þekkingu á byggingariðnaði til að leiða samskipti og sölu til fyrirtækja í þessum mikilvæga geira.
Starfið felur í sér vettvangsvinnu, heimsóknir á byggingarsvæði og skrifstofur, fundi með stjórnendum og lykiltengiliðum innan greinarinnar. Við viljum ráða einstakling sem þekkir fólkið, vinnulagið og taktar greinarinnar – og getur nýtt tengslanet sitt til að skapa ný viðskiptatækifæri með traustum samstarfsaðilum.
Kríta er fjártæknifyrirtæki sem býður upp á hraðvirkar og stafrænar fjármögnunarlausnir fyrir fyrirtæki.
Við leggjum áherslu á sjálfvirkni, einfaldleika og persónulega þjónustu. Fyrirtæki í byggingargeiranum – verktakar, iðnaðarmenn og framkvæmdaaðilar – eru meðal okkar mikilvægustu viðskiptavina. Nú viljum við efla þjónustuna við þennan hóp enn frekar og leitum að metnaðarfullum einstakling með djúpa innsýn í greinina og öflugt tengslanet innan hennar.
Kríta lauk nýverið 4 milljarða króna fjármögnun til að styðja við útlán til íslenskra fyrirtækja
- Finna og nálgast verktaka og stjórnendur í byggingargeiranum sem hafa þörf fyrir fjármögnun
- Heimsækja fyrirtæki og byggingarsvæði til að mynda tengsl og greina tækifæri
- Viðhalda og styrkja sambönd við núverandi viðskiptavini
- Nýta tengslanet sitt til að opna dyr að nýjum viðskiptasamböndum
- Kynna fjármögnunarlausnir Kríta á skýran og markvissan hátt
- Vinna náið með lánateymi við eftirfylgni lánsumsókna
- Koma með innsýn og tillögur frá aðilum í greininni til að bæta þjónustuna
- Djúp þekking á byggingariðnaði og daglegum veruleika verktaka – hvort sem er í sölu, framkvæmdum, verkefnastýringu eða rekstri
- Sterkt tengslanet innan byggingargeirans og meðal verktaka
- Skipulögð, sjálfstæð og markviss vinnubrögð
- Reynsla af B2B sölu er kostur
- Áhugi á fjármálum fyrirtækja, fjártækni og nýjungum í tæknilausnum er kostur
- Frumkvæði, drifkraftur og mjög góð samskiptafærni
- Ökuréttindi og vilji til að ferðast daglega um höfuðborgarsvæðið og nágrenni
- Internet og sími greitt.
- Bifreiðahlunnindi
- Möguleiki á kauprétti (hlutabréf í Kríta hf)













