Tripical
Tripical

Ævintýrapersóna með söluhæfileika

Langar þig að vinna við að láta drauma rætast?

Við hjá Tripical leitum að jákvæðum og lausnamiðuðum einstaklingi sem hefur gaman af samskiptum og brennur fyrir því að skapa einstaka upplifun fyrir ferðalanga okkar. Starfið er fjölbreytt og lifandi – þú verður í nánu sambandi við viðskiptavini, hjálpar þeim að skipuleggja ævintýraferðir.

Við bjóðum upp á sérsniðnar ferðir til Evrópu og leggjum áherslu á persónulega þjónustu, ástríðu fyrir ferðalögum og góð tengsl við viðskiptavini.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samskipti við viðskiptavini: svara fyrirspurnum, veita ráðgjöf og tryggja góða upplifun
  • Skipulagning og umsýsla ferða: tilboðsgerð, bókanir og eftirfylgni
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, þjónustulund og metnaður til að skila góðu starfi
  • Reynsla af sölumennsku, gjarnan úr ferðaþjónustu
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og mæltu máli
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Sveigjanleiki, gott álagsþol og jákvætt viðhorf
  • Góð tölvukunnátta og færni í notkun snjalltækja
Advertisement published20. May 2025
Application deadline2. June 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Very good
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Fiskislóð 31D
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.SalesPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags