
Kúnígúnd
Verslunin Kúnígúnd ehf. var stofnuð árið 1982 og var fyrst um sinn til húsa í Hafnarstræti 9. Árið 1985 fluttist svo verslunin á Skólavörðustíginn, óx þar og dafnaði til ársins 2002 en þá fluttist hún á Laugaveg 53b. Árið 2008 opnaði Kúnígúnd aðra verslun í Kringlunni sem haustið 2017 var flutt í stærra rými innan Kringlunnar þar sem opnuð var glæsileg verslun og vöruúrvalið þrefaldað. Haustið 2016 opnaði Kúnígúnd á Glerártorgi, Akureyri og er því aðgengileg íbúum á norðurlandi. Í versluninni í Kringlunni og á kunigund.is má finna allt okkar vöruúrval, en á Glerártorgi er úrvalið heldur minna en ávallt reynt að hafa allar vinsælustu vörurnar á hverjum tíma á Glerártorgi.
Vöruúrval hefur mikið breyst frá upphafi, frá svörtum pottum og íslenskum leir sem verslunin var þekktust fyrir þar til nú, að úrvali þekktustu framleiðanda Evrópu sem setja svip sinn á verslunina.
Meðal framleiðanda sem Kúnígúnd leggur áherslu á eru Georg Jensen, Royal Copenhagen, Kosta Boda, Holmegaard, WMF, LeCreuset, Wusthof, Rosendahl og Villeroy & Boch.
Frá upphafi hefur góð þjónusta, gott vöruúrval og fallegur frágangur til viðskiptavina verið aðalsmerki verslunarinnar. Við dreifum einnig vörum okkar til valdra verslana um land allt.
Sérstök fyrirtækjaþjónusta er einnig í boði, þar sem aðstoðað er að vinna gjafavörur fyrir fyrirtæki sem vilja gleðja starfsfólk sitt og viðskiptavini, allt innpakkað og tilbúið til afhendingar eftir óskum.

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Kúnígúnd leitar að öflugum, jákvæðum og þjónustudrifnum sölufulltrúa til starfa í verslun okkar í Kringlunni. Um er að ræða helgarvaktir aðra hverja helgi, laugardaga 11-18 og sunnudaga 12-17.
Starfið felst í sölu og þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar þar sem rík áhersla er á ráðgefandi sölu og góða upplýsingamiðlun ásamt framúrskarandi þjónustu.
Sölufulltrúar Kúnígúndar taka einnig vaktir í Ibúðinni og Byggt og búið skv. samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn afgreiðslu- og sölustörf ásamt framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini verslunarinnar.
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum verslunarinnar.
- Áfyllingar og framstillingar.
- Móttaka og afhending á vörum.
- Þrif í verslun.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af sölu- og þjónustörfum mikill kostur.
- Þekking og áhugi á heimilis- og gjafavörum.
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.
- Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
- Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
- Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
- Mjög góð íslensku og ensku kunnátta.
Advertisement published19. May 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Location
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutProactiveHonestyClean criminal recordPositivityNon smokerSalesPunctualNo tobaccoNo vapingCustomer service
Suitable for
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sumarstarf á læknastofu
Læknasetrið

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Brimborg

Sumar Starfsmaður Hobby & Sport
Hobby & Sport ehf

Sölufulltrúi bílavarahluta
Kemi ehf.

Verslunarstjóri
Flying Tiger Copenhagen

Ævintýrapersóna með söluhæfileika
Tripical

Bílstjóri í flotdeild
Steypustöðin

Hlutastarf á Laugaveginum
Flying Tiger Copenhagen

Hlutastarf í Kringlunni
Flying Tiger Copenhagen

50% hlutastarf á Akureyri
Flying Tiger Copenhagen

Sölumaður
Aflvélar ehf.

Sala og afgreiðsla Reykjanesbæ
Vatnsvirkinn ehf