Dalahótel
Dalahótel
Dalahótel

Umsjónarmaður í móttöku

Við óskum eftir að ráða til starfa umsjónarmann á Dalahótel á Laugum í Sælingsdal. Umsjónarmaður mun starfa fyrst og fremst í móttöku og hafa umsjón með hótelinu í fjarveru staðarhaldara. Í móttöku fer fram innritun og útritun hótelgesta sem og afgreiðsla og framreiðsla á drykkjum og léttum veitingum. Í starfinu felst sömuleiðis almenn tölvuvinna og símsvörun en auk þess geta fallið til hin ýmsu verkefni. Starfið er einstaklega fjölbreytt og skemmtilegt!

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Viðhalda einstakri upplifun gesta okkar með hlýlegu viðmóti og fagmennsku
  • Þjónusta gesti í móttöku
  • Leiða og styðja starfsfólk í daglegum verkefnum
  • Hafa yfirsýn yfir hótelið og tryggja vandaða þjónustu
  • Taka virkan þátt í þjálfun nýrra starfsmanna
  • Vera virkur og leiðandi þegar kemur að samvinnu og góðum starfsanda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • 20 ára aldurstakmark
  • Menntun eða reynsla á sviði ferðaþjónustu, hótel- og veisluþjónustu eða önnur reynsla sem nýtist í starfi
  • Góð færni í íslensku og ensku – önnur tungumálakunnátta er kostur
  • Almenn tölvukunnátta
  • Framúrskarandi þjónustulund, hlýleg framkoma og samskiptafærni
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Áreiðanleiki og reglusemi
  • Skipulagshæfni og geta til að vinna undir álagi með fagmennsku og metnað að leiðarljósi
  • Hæfni til að taka ábyrgð og stíga inn í forystuhlutverk
  • Sveigjanleiki í starfi
Fríðindi í starfi

Frítt húsnæði og fæði á vinnutíma
Aðgangur að allri aðstöðu hótelsins s.s. sundlaug, líkamsrækt o.þ.h. 

Advertisement published29. April 2025
Application deadline9. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Laugar 137722, 371 Búðardalur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's licence
Professions
Job Tags