

Þjónusturáðgjafi – Verkstæði
Ert þú með lausnamiðað hugarfar og ríka þjónustulund?
Áttu auðvelt með að byggja upp traust í samskiptum, hlusta á þarfir viðskiptavina og útskýra tæknileg atriði á skýran og skiljanlegan hátt? Finnst þér ánægjulegt að vinna með fólki og leggja áherslu á fagmennsku og jákvæða upplifun viðskiptavina?
Ertu skipulagður, nákvæmur og með góða yfirsýn?
Geturðu unnið markvisst eftir ferlum, haldið utan um mörg verkefni í einu og sinnt eftirfylgni af ábyrgð, jafnvel þegar álag er mikið? Hefurðu viðskiptalegan hugsunarhátt og vilja til að læra og þróast í starfi?
Um starfið
Þjónusturáðgjafi gegnir lykilhlutverki í daglegum rekstri verkstæðisins og er aðaltengiliður viðskiptavina. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og felur í sér samskipti, skipulag og eftirfylgni verka í nánu samstarfi við verkstæði og viðskiptavini.
-
Móttaka og þjónusta viðskiptavina
-
Skráning og utanumhald verka í verkstæðiskerfi
-
Samskipti við verkstæði og viðskiptavini um stöðu, kostnað og afhendingu
-
Skipulag afhendinga og frágangur reikninga
-
Eftirfylgni með gæðum og þjónustu
-
Reynsla af þjónustustörfum, helst í bílgreinum eða sambærilegu umhverfi
-
Góð samskiptahæfni í íslensku og ensku, í tali og riti
-
Góð tölvukunnátta og skipulögð vinnubrögð
-
Sjálfstæði, ábyrgð og jákvætt viðmót
Áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið í gegnum Alfreð. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.
Icelandic
English










