
Seltjarnarnesbær
Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og leggur Seltjarnarnesbær áherslu á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Bókavörður
Seltjarnarnesbær auglýsir eftir bókaverði til starfa á Bókasafni Seltjarnarness.
Um er að ræða 70-100% stöðu og skipta starfsmenn bókasafnsins með sér vöktum.
Við leitum að jákvæðum, sveigjanlegum og vandvirkum starfsmanni sem býr yfir miklu frumkvæði og elskar að vera í samskiptum við fólk á öllum aldri. Í boði er líflegt starf fyrir einstakling sem hefur ríka þjónustulund, er vel lesinn og áhugasamur um bækur, menningu og viðburði. Starfið felur í sér ráðgjöf og þjónustu við gesti safnsins, upplýsingamiðlun, umsjón með safnkostinum og öðru sem við kemur safninu og þörfum notenda.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Þjónustuvaktir á safninu, aðstoð og almenn ráðgjöf til gesta
- Umsjón með útlánum og skilum gagna
- Frágangur og viðgerð safngagna
- Umsjón með daglegri ásýnd safnsins
- Undirbúningur og aðkoma að viðburðastarfi
- Ýmis skilgreind sérverkefni og teymisvinna
- Ábyrgð á trúnaðarupplýsingum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða sambærileg menntun
- Almenn tölvukunnátta og færni í notkun samfélagsmiðla
- Rík þjónustulund, jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
- Frumkvæði, sveigjanleiki, vinnusemi og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi og almenn grunnþekking á bókmenntum
- Reynsla af þjónustustörfum er nauðsynleg
- Reynsla af starfi á bókasafni er kostur
- Gott vald á bæði íslensku og ensku í ræðu og rit
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Bókasafnskor
Advertisement published2. January 2026
Application deadline19. January 2026
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Type of work
Skills
PositivityIndependenceCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)

Sumarstörf - höfuðborgarsvæði
Landsbankinn

Sumarstörf 2026 - landsbyggð
Landsbankinn

Starfsmaður á útleigusvið
Alma íbúðafélag

Við leitum að þjónusturáðgjafa í útibúið okkar á Höfða
Arion banki

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS slhf.

Þjónusturáðgjafi – Verkstæði
Bifvélavirkinn ehf

Fjáröflunar- og kynningarfulltrúi.
Blindrafélagið

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget

Starfsmaður í þjónustuteymi Dineout
Dineout ehf.

Sölu- og þjónusturáðgjafi - hlutastarf - Stórhöfði
Flügger Litir

Þjónusturáðgjafi trygginga á Akureyri
Arion banki

Vaktstjóri í hlutastarf!
BAUHAUS slhf.