
Blindrafélagið
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl – mannréttindasamtök – sem berst fyrir því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.
Fjáröflunar- og kynningarfulltrúi.
Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, leitar að framtíðarstarfsmanni í starf fjáröflunar- og kynningarfulltrúa í fullt starf.
Meginhlutverk fjáröflunar- og kynningafulltrúa Blindrafélagsins er að hafa umsjón með fjáröflunum, kynningarverkefnum og samfélagsmiðlum félagsins. Starfið er hluti af kjarnateymi á skrifstofu félagsins og er unnið að mestu á skrifstofunni í Hamrahlíð 17. Hluti af starfinu er einnig að aðstoða á skrifstofu við önnur almenn skrifstofustörf eins og við afgreiðslu í verslun og símasvörun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með Bakhjarlakerfi og styrktarverkefnum Blindrafélagsins.
- Verkefni tengd útgáfu Víðsjá, tímariti Blindrafélagsins, eins og söfnun auglýsinga, prentun, umbrot, pökkun og dreifingu.
- Verkefni tengd vor- og hausthappdrætti félagsins, eins og öflun vinninga, auglýsinga, prentun og dreifingu.
- Fyrirtækjasafnanir og umsjón samvinnuverkefna.
- Verkefni tengt leiðsöguhundadagatali Blindrafélagsins, eins og umsjón með hönnun, tilboð í prentun, pökkun og dreifingu.
- Umsjón með samfélagsmiðlum félagsins eins og Facebook, Instagram, vefsíðu félagsins og öðrum miðlum félagsins á netinu.
- Umsjón með kynningum á félaginu, eins og viðburðum, verkefnum eins og vinir leiðsöguhunda, og annarri starfsemi félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
- Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.
- Góð reynsla af notkun á Microsoft Teams, Outlook, Excel og öðrum Office-hugbúnaði.
- Þekking og reynsla af bókhaldskerfi eins og DK eða sambærilegu kerfi er æskileg.
- Góð reynsla og þekking á umsjón samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.
- Þekking og reynsla af Mailchimp er kostur.
Advertisement published2. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicRequired
Location
Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Við leitum að þjónusturáðgjafa í útibúið okkar á Höfða
Arion banki

Akstursstýring
Torcargo

Bókavörður
Seltjarnarnesbær

Launafulltrúi
Vinnvinn

Sérfræðingur í verðbréfa- og lífeyrisþjónustu
Landsbankinn

Gjaldkeri - Innheimtufulltrúi
Avis og Budget

Þjónusturáðgjafi trygginga á Akureyri
Arion banki

Sérfræðingur
Útlendingastofnun

PMO Document Controller
atNorth

Verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup

Sumarstörf 2026
EFLA hf