Þjónustufulltrúi - Upplýsingamiðstöð HH
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir þjónustufulltrúa til starfa við Upplýsingamiðstöð HH. Um er að ræða 80-100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 15. febrúar nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingamiðstöð HH hefur þríþætt hlutverk:
Að þjónusta þau sem þangað leita hvort sem er í síma eða netspjalli á heilsuvera.is, þannig að málin séu leyst eða komið í viðeigandi farveg. Öllum erindum er sinnt hvaðan úr heiminum sem þau koma.
Skrifa, viðhalda og þróa þekkingarvef heilsuvera.is sem kemur á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu, áhrifaþætti heilbrigðis, sjúkdóma, frávik og einkenni.
Vinna ráðgjöf til ferðamanna vegna bólusetninga og bólusetja þau sem leita til bólusetningarmóttökunnar á Upplýsingamiðstöðinni.
Símsvörun og netspjallið er opið alla daga frá kl. 8 til 22 alla daga.
- Símsvörun
- Almenn upplýsingagjöf í síma og á netspjalli
- Verkefni tengd bólusetningarmóttöku
- Önnur tilfallandi störf á upplýsingamiðstöð HH
- Nám sem nýtist í starfi
- Reynsla af Sögukerfi æskileg
- Þekking á Siteimprove, Webex og Livechat æskileg
- Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
- Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð færni í ritaðri og talaðri ensku og íslensku
- Heilsustykur
- Samgöngustyrkur