Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Sérfræðingur í heimilislækningum - Heilsugæslan Glæsibæ

Laust er til umsóknar ótímabundið starf sérfræðings í heimilislækningum við Heilsugæsluna Glæsibæ. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. maí n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf í spennandi starfsumhverfi.

Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfara, sálfræðingi, félagsráðgjafa og riturum. Heilsugæslan Glæsibæ þjónar fyrst og fremst íbúum Voga- og Heimahverfis, en allir eru velkomnir á stöðina.

Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga.

Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfssvið sérfræðings í heimilislækningum er víðtækt og felst m.a. í almennri læknismóttöku, heilsuvernd, bráðaþjónustu á daginn og síðdegisvakt. Hann er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi. Um er að ræða spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskt lækningaleyfi
  • Sérfræðimenntun í heimilislækningum
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
  • Reynsla af kennslu er æskileg
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla og áhugi til samstarfs við aðrar starfsstéttir og þátttaka í teymisvinnu
  • Áreiðanleiki, faglegur metnaður, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta æskileg
  • Góð enskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Heilsustyrkur
  • Samgöngustyrkur
Advertisement published13. January 2025
Application deadline29. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Álfheimar 74, 104 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.PositivityPathCreated with Sketch.Medical doctorPathCreated with Sketch.Human relations
Professions
Job Tags