Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf
Íslyft / Steinbock þjónustan ehf

Tæknilegur bókari óskast!

Óskum eftir að ráða metnaðarfullan og framsækinn aðila til starfa í bókhaldið á skrifstofu okkar á Kársnesi í Kópavogi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling sem hefur áhuga og góðan skilning á bókhaldi. Við vinnum í dag í DK en stefnum að yfirfærslu í Microsoft Dynamics 365 Business Central í byrjun árs 2027. Því leitum við að einstaklingi sem hugsar tæknilega, hefur áhuga á sjálfvirknivæðingu og nýtir kerfi og stafrænar lausnir til að auka skilvirkni og gæði.

Við leitum sérstaklega að einstaklingi sem

  • Spyr: „Hvernig má gera þetta sjálfvirkt eða einfaldara?“

  • Sér tækifæri í kerfum, ekki hindranir

  • Vill taka virkan þátt í tæknilegri þróun fjármálasviðs

  • Hefur áhuga á að móta framtíðarfyrirkomulag bókhalds hjá öflugu fyrirtæki

Um er að ræða framtíðarstarf í traustu og öruggu fyrirtæki sem hefur verið starfandi í rúm 50 ár eða síðan 1972.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg bókhalds- og reikningshaldsverkefni

  • Meðhöndlun viðskiptakrafna og -skulda

  • Afstemmingar og lokauppgjör (mánaðar- og ársuppgjör)

  • Virk þátttaka í greiningu, einföldun og sjálfvirknivæðingu fjármálaferla

  • Undirbúningur og þátttaka í yfirfærslu úr DK í Business Central

  • Samskipti við endurskoðendur, stjórnendur og aðra lykilaðila

  • Skýrslugerð og stuðningur við stjórnendaákvarðanir

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla í bókhaldi, reikningshaldi eða fjármálum

  • Reynsla af DK er kostur

  • Reynsla af Business Central eða Dynamics NAV er mikill kostur

  • Sterk tæknileg hugsun og áhugi á sjálfvirknivæðingu ferla

  • Geta til að nýta stafrænar lausnir, kerfissamþættingar og gagnavinnslu

  • Góð greiningarhæfni og skipulögð vinnubrögð

  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði að umbótum

  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til skýrra samskipta

Fríðindi í starfi
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins
  • Starfsmannafélag
  • Golfhermir
  • Píluaðstaða
  • Borðtennis og Pool-borð
Advertisement published18. December 2025
Application deadline5. January 2026
Language skills
EnglishEnglish
Optional
Advanced
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Vesturvör 32A, 200 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.Phone communicationPathCreated with Sketch.Email communication
Professions
Job Tags