

Tækni- og þjónustudeild HHÍ auglýsir sumarstarf
Leitað er að hressum, jákvæðum og laghentum aðila í tækni- og þjónustudeild HHÍ. Starfið er fjölbreytt og þarf viðkomandi að geta tileinkað sér mismunandi tækni og aðferðir sem henta hverju sinni. Einnig þarf viðkomandi að eiga í miklum samskiptum við rekstrarstaði HHÍ og leysa úr hinum ýmsu málum sem upp koma með útsjónarsemi og jákvæðni að leiðarljósi.
Þjónustudeild HHÍ sér um viðhald á tækjabúnaði HHÍ s.s. sjálfsölum og spilakössum. Einnig koma upp hin ýmsu tilfallandi verkefni sem þarf að leysa.
Verkstæði og þjónustudeild HHÍ er staðsett á Dvergshöfða 2 ásamt skrifstofu HHÍ. Þjónustusvæði HHÍ nær frá Höfuðborgarsvæðinu, til Suðurnesja og Akureyrar. 95% af verkefnum þjónustudeildar eru á Höfuðborgarsvæðinu sjálfu.
Vinnutími 08-16 alla virka daga.
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
Vinsamlegast látið fylgja ferilskrá og kynningarbréf.
Hreint sakavottorð skilyrði.
Góð tæknikunnátta og færni til að sinna fjölbreyttum verkefnum.
· Viðhald á vélum Gullnámunar og sjálfssölum Happaþrennu.
· Fara þarf á milli staða til að sinna viðgerðum eftir þörfum.
· Símsvörun bilanasíma
· Svörun tölvupósta
· Ýmis önnur tilfallandi verkefni.













