

Tæknifólk í hleðsluteymi Orku náttúrunnar
Orka náttúrunnar leitar að jákvæðum og útsjónarsömum einstaklingum í hleðsluteymi fyrirtækisins.
Ef þú vilt setja handbragð þitt á framtíðarsamgöngur á Íslandi þá hvetjum við þig til þess að sækja um starfið.
Sem meðlimur hleðsluteymis ON munt þú sinna fjölbreyttum og spennandi verkefnum, s.s. uppsetningu-, viðhaldi- og viðgerðum á búnaði hleðslustöðva ásamt því að taka virkan þátt í enn frekari uppbyggingu hleðslunets fyrirtækisins.
Á meðal annarra verkefna eru viðgerðir og viðhald á fjarskiptakerfum og öðrum stoðkerfum.
Þú munt jafnframt gegna mikilvægu hlutverki í áframhaldandi þróun á þjónustu við ánægðustu viðskiptavini á raforkumarkaði samkvæmt Ánægjuvoginni.
Þú munt vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast:
- Uppbyggingu hleðslunets ON
- Viðgerðum og viðhaldi á hleðslubúnaði
- Viðgerðum og viðhaldi á fjarskiptakerfum og öðrum stoðkerfum
- Þjónustu við ánægðustu viðskiptavini raforkumarkaðarins samkvæmt Ánægjuvoginni
Þeir eiginleikar sem við leitum eftir eru rík þjónustulund, lausnamiðað hugarfar og áhugi á orkuskiptum í samgöngum.
Við leitum sérstaklega að einstaklingum sem búa yfir:
- Sveinsprófi í rafvirkjun/rafeindavirkjun eða sambærilegri menntun
- Góðri tölvukunnáttu
- Þekkingu á netkerfum og fjarskiptalausnum
- Góðri íslensku- og enskukunnáttu
- Skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lausnamiðuðaðri hugsun, framsækni og vilja til að læra nýja hluti
- Ríkri öryggisvitund
- Ökuréttindum
- Áhuga á orkuskiptum
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá.













