

Sérfræðingur í sprinklerkerfum
Öryggismiðstöðin leitar að sérfræðingi í sprinklerkerfum til að ganga til liðs við okkar öfluga teymi.
Starfið felur í sér:
- Viðhald á sprinklerkerfum
- Prófanir og eftirlit með sprinklerkerfum
- Samskipti við viðskiptavini og ráðgjöf um lausnir
- Þátttöku í þróun og hönnun þjónustu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Reynsla af uppsetningu og viðhaldi sprinklerkerfa er nauðsynleg
- Sveinspróf eða meistararéttindi í pípulögnum er krafa
- Þekking á öryggislausnum og öðrum tæknilausnum er æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni og rík þjónustulund
- Frumkvæði, stundvísi, vinnugleði og góð skipulagshæfni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Gild ökuréttindi
Við bjóðum upp á framtíðarstarf á samhentum, traustum og metnaðarfullum vinnustað með einstökum starfsanda.
Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar, hæfni sinni og getu.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Loftur Einarsson, deildarstjóri á sviði Tækni og hönnunar, í síma 570 2400 eða í gegnum netfangið [email protected].
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Vakin er athygli á því að starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar þurfa að skila inn sakavottorði.
***
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Frekari upplýsingar um starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar má finna á heimasíðunni www.oryggi.is og starfasíðu á vef Alfreðs.

















