

Við leitum að tæknimanni!
Við leitum að metnaðarfullum liðsfélaga með brennandi áhuga á bilanagreiningu til að sinna starfi tæknimanns á verkstæði.
Ekki er gerð krafa á víðtæka reynslu í greininga vinnu en viðkomandi þarf að hafa drifkraftinn og áhugann til að þróast í starfi. Við leggum mikið upp úr fræðslu og endurmenntun og styðjum við þá sem vilja auka þekkinguna.
Hjá FYRR starfar lítill en þéttur hópur sem byggir starfsumhverfið á metnaði, fagmennsku og gleði en við leggjum mikið uppúr því að hafa starfsandann léttan og skemmtilegan.
VIð erum sjálfstætt starfandi verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum og viðhaldi á Volkswagen, Audi og Skoda bílum og er markmið okkar að verða leiðandi á því sviði.
Vinnutími er frá kl. 08:00-16:00 mánudaga til föstudaga.
Við hvetjum alla áhugasama til að sækja um óháð kyni.
- Bilanagreiningar
- Vinna að tengdum viðgerðum með notkun verkferla framleiðanda.
- Skýrslugerð greininga/viðgerða
- Sinna ákvarðanatöku um pöntun varahluta eftir niðurstöðu greiningar.
- Miðla þekkingu áfram til samstarfsfélaga.
- Sveinspróf í bifvélavirkjun.
- Hæfni í notkun tækniupplýsinga.
- Þekking á kerfum ODIS, VCDS & Picoscope kostur.
- IMI vottun á meðhöndlun háspennukerfa kostur
- Sjálfstæði og frumkvæði við störf.
- Gott tölvulæsi og hæfni til að tileinka sér nýjungar í tækjum og búnaði.
- Góð færni í ensku, töluðu og rituðu máli
- Ökuréttindi.
Við leggjum mikið uppúr því að hafa FYRR fjölskylduvænan vinnustað með frábæran starfsanda og enn betri vinnufélaga.
Við trúum því að það eigi að vera gaman í vinnunni en á sama tíma gera hlutina vel.
Við setjum mikla áherslu á fræðslu og endurmenntun fyrir starfsfólk og stefnum á að vera leiðandi bifreiðaverkstæði í hraðri þróun bílaiðnaðaðarins.













