

Bifvélavirki
Arctic Trucks óskar eftir að ráða hressan og metnaðarfullan bifvélavirkja. Arctic Trucks þjónustuverkstæðið sinnir fjölbreyttum verkefnum auk allra almennra viðgerða og þjónustu á ökutækjum, mótorhjólum og utanborðsmótorum.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnutími mán-fim 8 -17:00 og föstudaga 8 -15:30.
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá.
Hvetjum konur jafnt sem karlmenn til að sækja um starfið.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Almennar viðgerðir og þjónusta, hjólastillingar og bilanagreiningar m.a.
Sveinspróf í bifvélavirkjun - meistararéttindi er kostur
Haldbær starfsreynsla af áþekkum störfum og einnig í smávélaviðgerðum.
Góð íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
Metnaður og vilji til að ná árangri og til að tileinka sér nýja tækni
Tölvulæsi og almenn tölvukunnátta













