Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf.

Sviðsstjóri Bændaferða

Ferðaþjónusta bænda hf. leitar eftir sviðsstjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri innan Bændaferða og hvetur teymið í átt að settum markmiðum. Viðkomandi þarf að hafa:

  • víðtæka þekkingu og reynslu úr ferðaskrifstofugeiranum með áherslu á ferðir út í heim (pakkaferðir, einstaklingsferðir, hópferðir)
  • rekstrarþekkingu og reynslu af greiningu og úrvinnslu gagna
  • góða innsýn inn í flugmarkaðinn
  • einstaka samskiptahæfni og teymisvinnuhugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkefnastýring.
  • Greining sölu- og markaðstækifæra auk tölulegra upplýsinga.
  • Leiðir undirbúning og vinnu við framleiðslu ferða.
  • Leiðir stafræna þróun innan sviðsins
  • Virk upplýsingamiðlun, þvert á fyrirtækið.
  • Önnur tengd eða tilfallandi verkefni.

    Sviðsstjóri Bændaferða heyrir undir sölu- og markaðsstjóra. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Viktorsdóttir framkvæmdastjóri (berglind@heyiceland.is) og Höskuldur Sæmundsson sölu- og markaðsstjóri (höskuldur@heyiceland.is).

Menntunar- og hæfniskröfur
  •            Víðtæk þekking og reynslu úr ferðaskrifstofugeiranum með áherslu á ferðir út í heim (pakkaferðir, einstaklingsferðir, hópferðir).
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Rekstrarþekking og reynsla af greiningu og úrvinnslu gagna
  • Góða innsýn inn í flugmarkaðinn.
  • Leiðtogahæfni, lausnamiðun og sköpunargleði
  • Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
  • Sölu- og árangursdrifin/n
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, í máli og riti
Advertisement published24. January 2025
Application deadline9. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags