Ferðaþjónusta bænda hf.
Ferðaþjónusta bænda hf. var stofnuð af íslenskum ferðaþjónustubændum 1991. Í dag eru sölusvið ferðaskrifstofunnar tvö; Hey Iceland sem sérhæfir sig í ferðalögum á landsbyggðinni og býður upp á fjölbreytt úrval af gistingu, afþreyingu og samsettum ferðapökkum og Bændaferðir sem býður upp á innihaldsríkar pakkaferðir með íslenskri farastjórn um allan heim.
Áhersla er lögð á gæði, fagmennsku og ábyrga ferðaþjónustu.
Gildi fyrirtækisins eru virðing, gleði og framsækni.
Sviðsstjóri Bændaferða
Ferðaþjónusta bænda hf. leitar eftir sviðsstjóra sem ber ábyrgð á daglegum rekstri innan Bændaferða og hvetur teymið í átt að settum markmiðum. Viðkomandi þarf að hafa:
- víðtæka þekkingu og reynslu úr ferðaskrifstofugeiranum með áherslu á ferðir út í heim (pakkaferðir, einstaklingsferðir, hópferðir)
- rekstrarþekkingu og reynslu af greiningu og úrvinnslu gagna
- góða innsýn inn í flugmarkaðinn
- einstaka samskiptahæfni og teymisvinnuhugsun.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastýring.
- Greining sölu- og markaðstækifæra auk tölulegra upplýsinga.
- Leiðir undirbúning og vinnu við framleiðslu ferða.
- Leiðir stafræna þróun innan sviðsins
- Virk upplýsingamiðlun, þvert á fyrirtækið.
- Önnur tengd eða tilfallandi verkefni.
Sviðsstjóri Bændaferða heyrir undir sölu- og markaðsstjóra.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Berglind Viktorsdóttir framkvæmdastjóri (berglind@heyiceland.is) og Höskuldur Sæmundsson sölu- og markaðsstjóri (höskuldur@heyiceland.is).
Menntunar- og hæfniskröfur
- Víðtæk þekking og reynslu úr ferðaskrifstofugeiranum með áherslu á ferðir út í heim (pakkaferðir, einstaklingsferðir, hópferðir).
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Rekstrarþekking og reynsla af greiningu og úrvinnslu gagna
- Góða innsýn inn í flugmarkaðinn.
- Leiðtogahæfni, lausnamiðun og sköpunargleði
- Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
- Sölu- og árangursdrifin/n
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Góð kunnátta í íslensku og ensku, í máli og riti
Advertisement published24. January 2025
Application deadline9. February 2025
Language skills
Icelandic
ExpertRequired
English
Very goodRequired
Location
Síðumúli 2, 108 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)
Controller í GOC
Icelandair
Ferðaráðgjafi
Tour.is
Head of Content
Travelshift
Leiðsögn/Guide Into the Glacier
Into the Glacier
Þjónustufulltrúi í Þjónustuver Avis
Avis og Budget
Sumarstörf í framlínu/Summer jobs in frontline
Iceland Travel
Starfsmaður í sölu- og hópadeild á ferðum erlendis
Aventuraholidays
Sumarstörf hjá Iceland Travel /Summer jobs at Iceland Travel
Iceland Travel
Rekstraraðili óskast – Gerðu Efra Nes að þínum!
Camp2 ehf
Agente di viaggio
AD Travel
Guide for Northern Lights Tours
BusTravel Iceland ehf.
Þrif og öryggisleit um borð í flugvélum
Icelandair