Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Stjórnsýslu-og fjármálasvið
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Sveitarstjóri Múlaþings

Sveitarfélagið Múlaþing óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að stýra starfsemi sveitarfélagsins og áframhaldandi uppbyggingu og þróun þess í samstarfi við sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir því að nýr sveitarstjóri geti hafið störf um næstu áramót.

Helstu verkefni:

  • Æðsti yfirmaður starfsfólks sveitarfélagsins og ber ábyrgð á daglegum rekstri þess.
  • Ábyrgð á undirbúningi og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar, byggðarráðs og annarra nefnda ásamt framfylgd ákvarðana sveitarstjórnar og byggðarráðs.
  • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins ásamt mannauðsmálum. Ábyrgð á að stjórnsýsla sveitarfélagsins samræmist lögum og samþykktum.
  • Talsmaður sveitarstjórnar og gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við, vinnur að framfaramálum og leiðir uppbyggingu og þróun í sveitarfélaginu.
  • Upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir, fyrirtæki, íbúa og aðra hagsmunaaðila.
  • Vinnur að stefnu og framtíðarsýn sveitarstjórnar í málefnum sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á verkefnum hafnarstjóra.


Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er skilyrði og reynsla af störfum á sveitarstjórnarstigi er æskileg.
  • Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd og stefnumótun.
  • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi.
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku.


Múlaþing varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi; Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Við sameiningu í lok árs 2020 varð til eitt af víðfeðmustu sveitarfélögum landsins, um 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands. Fjölbreytileiki svæðisins er því mikill, allt frá sjó og inn til jökla.
Sameining hefur haft fjölmarga jákvæða kosti í för með sér. Stjórnsýslan er öflugri, rekstur hagkvæmari og þjónusta betri, og um leið er byggðakjörnunum áfram tryggt ákvörðunarvald í mikilvægum málum sem snerta nærsamfélagið með heimastjórnum á hverjum stað. Stærra og fjölbreyttara sveitarfélag hefur einnig í för með sér meiri grósku í mannlífi og fleiri tækifæri í atvinnulífi sem gerir sveitarfélagið eftirsóknarvert hvað varðar búsetu, fjárfestingar og heimsóknir ferðamanna.

Nánari upplýsingar veita Sigríður Sandholt (sigridur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2024. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og með henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Advertisement published17. September 2024
Application deadline8. October 2024
Language skills
IcelandicIcelandicVery good
EnglishEnglishVery good
Location
Lyngás 12, 700 Egilsstaðir
Type of work
Professions
Job Tags