

Svæðisstjóri Fagaðila - BYKO Suðurnes
BYKO auglýsir eftir svæðisstjóra fagaðila (timbur og lagnadeild) í verslun BYKO á Suðurnesjum. Viðkomandi mun starfa í verslun okkar og þjónusta viðskiptavini í hinum ýmsu vöruflokkum s.s. málningu, gólfefnum, hreinlætistækjum o.s.frv. Leitum að öflugum, hressum og duglegum leiðtoga til að aðstoða okkur við að stýra þeim frábæra hópi fólks sem vinnur í BYKO á Suðurnesjum.
Ef þú ert framsækinn og faglegur einstaklingur með gleðina í fyrirrúmi þá erum við að leita að þér.
Á næstu mánuðum munum við opna glæsilega nýja verslun að Fitjum þar sem við munum geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri upplifun af því að versla við BYKO ásamt því að bjóða starfsfólki okkar upp á úrvals vinnuaðstöðu.
Við leitum að einstaklingi með:
- Reynslu af stýringu hóps
- Þekking og áhugi á byggingarvörum
- Ríka þjónustulund
- Skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Áhuga á verslun og þjónustu
- Íslenskukunnátta, skilyrði
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Sala og þjónusta til viðskiptavina
- Ábyrgð á daglegri starfsemi deildanna, mönnun vakta o.fl.
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við næsta yfirmann
Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum og á öllum aldri til að sækja um.
BYKO hefur sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina í framkvæmdum og fegrun heimilisins. Í þeirri vinnu höfum við gildin okkar að leiðarljósi; fagmennska, framsækni og gleði.
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl en unnið verður úr umsóknum jafnóðum.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnur Magnúsdóttir, ([email protected]) verslunarstjóri.












