
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Sumarstarf í þjónustuveri
Við leitum að þjónustuliprum aðila í sumarafleysingar í þjónustuver Öskju. Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem reynir á samskiptahæfni og þjónustulund við úrlausn mála.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Úrvinnsla fyrirspurna frá viðskiptavinum í síma og á helstu miðlum
- Almenn ráðgjöf og þjónusta
- Úthringiverkefni tengd þjónustuveri
Menntunar- og hæfniskröfur
- Rík þjónustulund og mikil samskiptafærni
- Færni í teymisvinnu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Skipulagshæfni og vandvirkni
- Þekking og áhugi á bílum kostur
Advertisement published19. March 2025
Application deadline28. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
Human relationsPlanningTeam workMeticulousnessCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

50% hlutastarf í afgreiðslu á kassa!
BAUHAUS slhf.

Sölufulltrúi í Blómval Skútuvogi
Blómaval

Atvinnuráðgjafi í Hinu Húsinu
Hitt húsið

Launaráðgjafi mannauðslausna
Advania

Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Síminn

Ráðgjafi í verslun - Reykjanesbæ
Bílanaust

Sérfæðingur í sölu- og flutningsþjónustu
Kuehne + Nagel ehf.

Akureyri - Sumarstörf á Pósthúsi
Pósturinn

Sölu- og þjónustufulltrúi hjá Ísorku
Ísorka

Þjónustufulltrúar - sumarstörf
Náttúruverndarstofnun

Ferðaráðgjafi – sölumaður
Úrval Útsýn

Skrifstofustarf
Útfararstofa Kirkjugarðanna