
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Kirkjugarðarnir stofnuðu útfararþjónustu árið 1949 og árið 1994 var útfararþjónustan gerð að sjálfstæðu fyrirtæki sem er í eigu Kirkjugarðanna.
Útfararstofa Kirkjugarðanna hefur upphaflegt markmið Kirkjugarðastjórnar Reykjavíkur í heiðri í rekstri sínum, það er að halda kostnaði við útfarir eins lágum og kostur er.
Arður af rekstrinum rennur til eigandans, Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, og er notaður til samfélagslegra verkefna við rekstur kirkjugarðanna.
Stjórn Útfararstofunnar er kosin á aðalfundi Kirkjugarðanna og Útfararstofunnar sem venjulega er haldinn í maí ár hvert. Starfsfólk er 9 talsins. Skrifstofa Útfararstofunnar er til húsa að Vesturhlíð 2 í Fossvogi og þar tekur starfsfólk vel á móti aðstandendum og öðrum sem þiggja þjónustu þeirra í hlýlegu og fallegu umhverfi.

Skrifstofustarf
Útfararstofa Kirkjugarðanna óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér mikil samskipti við viðskiptavini, móttöku þeirra og aðstoð við undirbúning útfara, í því felst m.a. að bóka staðsetningu og tónlistaratriði. Starfið felur jafnframt í sér símsvörun, reikningagerð og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustarfi og rík þjónustulund
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt og faglegt viðmót
- Nákvæmni, samviskusemi og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published12. March 2025
Application deadline20. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Vesturhlíð 2
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Afgreiðsla á bílaleigu Enterprise
Enterprise Rent-a-car

SUMARSTÖRF - Rafiðnaðarsamband Íslands
Rafiðnaðarsamband Íslands

SUMARSTÖRF - Rafiðnaðarsamband Íslands
Rafiðnaðarsamband Íslands

Umsjónaraðili tjóna / Damage Handler
Go Leiga

Bókhaldsfulltrúi í fjárhagsbókhaldi
Avis og Budget

Félagsráðgjafi í ráðgjafarteymi
Hafnarfjarðarbær

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Sumarafleysingar í afgreiðslu á Akureyri
Tékkland bifreiðaskoðun

Spennandi sumarstörf um allt land
Eimskip

Bókari
Pípulagnir Suðurlands

Sumarstarf
Ívera ehf.

Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Síminn