
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Gestgjafi Mercedes-Benz
Við leitum að jákvæðri og drífandi manneskju í starf gestgjafa. Gestgjafi gegnir veigamiklu hlutverki í að tryggja viðskiptavinum framúrskarandi þjónustustig sem er í samræmi við staðla- og gæðakröfur Mercedes Benz. Um er að ræða fjölbreytt og lifandi starf sem er í stöðugri þróun. Ef þú hefur áhuga á að vinna í skemmtilegu umhverfi með frábæru teymi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig!
Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og aðstoð viðskiptavina fyrir sölu og þjónustu
- Umsjón með sýningarsal
- Umsjón með snjalllyklaboxi
- Lífstílsvörur og netverslun, sala og tiltekt pantana
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni tengd daglegum rekstri og viðburðum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Rík þjónustulund og snyrtimennska
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
- Stundvísi, heiðarleiki og áreiðanleiki
- Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Gilt bílpróf
Af hverju Askja?
- Spennandi og fjölbreytt starf í kraftmiklu starfsumhverfi
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
- Fjölskylduvænn vinnustaður
Advertisement published10. March 2025
Application deadline21. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyHuman relationsDriver's licencePunctualCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Ferðaráðgjafi – sölumaður
Úrval Útsýn

Afgreiðsla á bílaleigu Enterprise
Enterprise Rent-a-car

SUMARSTÖRF - Rafiðnaðarsamband Íslands
Rafiðnaðarsamband Íslands

SUMARSTÖRF - Rafiðnaðarsamband Íslands
Rafiðnaðarsamband Íslands

Umsjónaraðili tjóna / Damage Handler
Go Leiga

Viltu starfa í upplýsingatækni?
OK

Skrifstofustarf
Útfararstofa Kirkjugarðanna

Sumarafleysingar í afgreiðslu á Akureyri
Tékkland bifreiðaskoðun

Sumarstarf
Ívera ehf.

Þjónustufulltrúar hjá Símanum
Síminn

Ert þú efni í góðan neyðarvörð?
Neyðarlínan

Hlutastarf í þjónustuveri Domino’s
Domino's Pizza