

Akureyri - Sumarstörf á Pósthúsi
Pósturinn leitar að sumarstarfsfólki í hin ýmsu verkefni á pósthúsinu á Akureyri.
Um er að ræða útkeyrslu pósts á daginn, kvöldkeyrslu, afgreiðslu viðskiptavina og almenna póstvinnslu.
Afgreiðsla á pósthúsi
Starfið felur m.a. í sér þjónustu við viðskiptavini, almenna afgreiðslu, frágang á pósti og önnur tilfallandi verkefni.
Póstvinnsla
Í starfinu felst flokkun á pósti og önnur tilfallandi verkefni.
Útkeyrsla
Starfið felur í sér að koma sendingum til skila til viðskiptavina og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf.
Umsóknarfrestur er til og með 28. mars 2025.
Nánari upplýsingar um störfin veita Lilja Gísladóttir, rekstrarstjóri, liljag@postur.is.
Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Pósturinn leggur sitt lóð á vogarskálar til að stuðla að sjálfbærni og hefur uppfyllt öll markmið Grænna skrefa. Pósturinn er jafnlaunavottað fyrirtæki.













