Garðabær
Garðabær
Garðabær

Stuðningsfulltrúar óskast við Sjálandsskóla

Sjálandsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 75-100% starf.

Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ. Í skólanum eru 270 nemendur. Í Sjálandsskóla vinnur allt starfsfólk saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Sjálandsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari eða þroskaþjálfi hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustunda
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er kostur
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Advertisement published10. December 2024
Application deadline6. January 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Type of work
Professions
Job Tags