Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Stuðningfulltrúi í Bjarg - Hvaleyrarskóli

Stuðningsfulltrúa vantar í 70% starf í Bjarg, deild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd í Hvaleyrarskóla

Bjarg í Hvaleyrarskóla er móttökudeild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd. Markmiðið með deildinni er að taka vel á móti börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og hafa sum hver verið á flótta allt sitt líf. Skólagana þeirra er oft mjög brotin og mörg hafa ekki verið í skóla lengi.

Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og Byrjendalæsis.

Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
  • Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni/kennara
  • Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
  • Tekur á móti nemendum og aðstoðar
  • Fylgist með og aðstoaðar nemendur í leik og starfi
  • Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám.
  • Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Íslenskukunnátta skilyrði
  • Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
  • Geta til að vinna undir álagi

Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur fyrir stuðningsfulltrúa, kemur til greina að ráða inn einstakling í starfsheitið: Skóla- og frístundaliði.

Ef þetta eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur. Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri í síma 664-5833/ [email protected], Friðþjófur Helgi Karlsson, deildarstjóri Bjargs í síma 863 6810 / [email protected] eða í síma skólans 565-0200.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2025.

Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published11. September 2025
Application deadline24. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Akurholt 1, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags