Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Urriðaholtsskóli óskar eftir þroskaþjálfa á leikskólastig

Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ. Auglýst er eftir þroskaþjálfa til að sinna stoðþjónustu á leikskólastigi undir stjórn sérkennslustjóra. Teymiskennsla og teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Unnið er út frá atferlismótandi starfsháttum og er skólinn í samstarfi við Háskóla Íslands varðandi nám í hagnýtri atferlisgreiningu. Gildi skólans eru: Virðing, ábyrgð og umhverfi. Starfsumhverfi er gott og lögð áhersla á að vinna eftir gagnreyndum aðferðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Koma að sérkennslu og stoðþjónustu skólans
  • Halda utan um þjálfun og daglegt starf barna með stuðning
  • Vinnur að áætlanagerð og mati á námi barna í samráði við annað starfsfólk
  • Foreldrasamstarf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf sem þroskaþjálfi (leyfisbréf fylgi umsókn)*
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 skv. evrópska tungumálarammanum
  • Reynsla af starfi í leik- og grunnskóla æskileg
  • Reynsla af starfi með einhverfum æskileg
  • Reynsla af hagnýtri atferlisgreiningu æskileg
  • Ánægja af því að starfa með börnum
  • Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu

*Fáist ekki starfsmaður með tilhlýðilega menntun er ráðinn annar hæfur starfsmaður sem vinnur þá undir handleiðslu og stjórn deildarstjóra sérkennslu og stoðþjónustu.

Fríðindi í starfi
  • Á leikskólastigi Urriðaholtsskóla er full vinnustytting eða 4 klst. á viku. Hluta styttingar er safnað í vetrarfrí, páska- og jólafrí. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna styttingar starfsfólks
  • Leikskólinn er opinn frá kl 07:30-16:30 mánudaga til fimmtudaga en frá 07:30-16:00 á föstudögum
  • 25% stöðugildi á hverri deild vegna snemmtækrar íhlutunar
  • Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru skipulagsdagar í leik- og grunnskólum bæjarins samræmdir
  • Starfsmannaafsláttur er af leikskólagjöldum
  • Frítt í sund, á bókasafn Garðabæjar og á Hönnunarsafnið sem og heilsuræktarstyrkur

Starfsfólk í skólum Garðabæjar hefur möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins. Einnig er til staðar sérverkefnasjóður sem styður enn frekar við skólastarfið. 

Advertisement published10. September 2025
Application deadline19. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Vinastræti 1-3
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.Independence
Professions
Job Tags