Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær
Hafnarfjarðarbær

Umsjónarkennari í Fjölgreinadeild - Hraunvallaskóli

Hraunvallaskóli óskar eftir að ráða tímabundið umsjónarkennara í Fjölgreinadeild skólans. Um er að ræða 100% afleysingarstarf til áramóta.

Í Fjölgreinadeild eru nemendur sem á grundvelli fjölþætts vanda geta ekki nýtt alfarið þau námstilboð sem bjóðast í þeirra heimaskóla. Starfsstöð umsjónarkennara er við Fléttuvelli á skólalóð Hraunvallskóla og er skipuð fjórum til fimm starfsmönnum.

Umsækjandi þarf að hafa jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda og tiltrú á getu hvers eins til breytinga og þróunar þar sem leitast er við að byggja á styrk hvers og eins. Einnig þarf viðkomandi hafa góða leiðtogahæfileika, víðtæka þekkingu á skólastarfi og metnaðarfulla skólasýn.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Fjölbreytt nálgun í kennslu og umsjón með nemendum í samvinnu við kennara, stoðþjónustu og foreldra
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við skólaþjónustu
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Taka þátt í stefnumótunarvinnu
  • Önnur verkefni samkvæmt starfslýsingu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfi til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)
  • Þekkingu og reynslu af vinnu með nemendum með fjölþættan vanda
  • Jákvæða afstöðu til nemenda með fjölþættan vanda
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Jákvæðni, sveigjanleika og góða samskiptahæfni
  • Góð íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Lars Jóhann Imsland skólastjóri, [email protected], og Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðstoðarskólastjóri, [email protected], eða í síma 590 2800.

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2025

Umsókn fylgi greinargóð ferilskrá og kynningarbréf.

Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.

Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Advertisement published10. September 2025
Application deadline23. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
Location
Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Type of work
Professions
Job Tags