
Kælitækni ehf
Kælitækni var stofnað árið 1962 og er því vel komið á sjötta áratuginn. Viðskiptavinir Kælitækni spanna í dag breiðan hóp sem eru í raun allir sem þurfa á kælingu eða frystingu að halda. Gildir þá einu hvort um er að ræða þjónustu við sjávarútveginn og fiskverkunarfyrirtæki, hraðkæla fyrir matvinnslur, klakavélar, kæli- og frystimublur fyrir hótel og veitingahús eða loftkælikerfi fyrir skrifstofur og tölvurými svo nokkuð sé nefnt.
Starfsmenn Kælitækni er öflug liðsheild með fjölbreytta reynslu og bakrunn. Allflestir starfsmenn hafa starfað sem þjónustumenn við kæli- og frystikerfi og eru því öllum hnútum kunnugir.
Kælitækni hefur einnig þjónustað kæliverktaka um árabil og er með öfluga heildsölu. Vöruframboð er stöðugt að aukast og kappkostar Kælitækni að eiga sem mest úrval af vörum og íhlutum fyrir kæliverktaka.

Starfsmaður í þjónustudeild Kælitækni
Kælitækni leitar að drífandi og lausnamiðuðum liðsmanni í þjónustudeild okkar. Starfið er fjölbreytt og krefjandi, þar sem felst bæði uppsetning og viðhald kæli- og frystibúnaðar hjá fjölbreyttum viðskiptavinum.
Við leitum að einstaklingi sem er laghentur, jákvæður og sveigjanlegur, með góða samskiptahæfni og vilja til að læra og vaxa með starfinu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vélstjóri, vélfræðingur eða rafvirki – önnur sambærileg menntun er kostur en ekki skilyrði
- Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Jákvæðni og áræðni í starfi
- Bílpróf skilyrði
Advertisement published17. September 2025
Application deadline30. September 2025
Language skills

Required

Required
Location
Járnháls 2, 110 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Meiraprófsbílstjóri (C) á Akureyri
Dropp

Meiraprófsbílstjóri (C)
Dropp

Bílaviðgerðir.
Bílatorgið

Starfsmaður í framleiðsludeild
Nox Medical

Uppsetningarmaður vegriða og öryggisgirðinga
Nortek

Verkefnastjóri rafmagns / rafvirki
Rými

Aðstoðarmaður ráðgjafa viðhalds og mannvirkja
Verksýn

Stöðvarstjóri á Akureyri
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun höfuðborgarsvæðis
Frumherji hf

Starfsmaður í bifreiðaskoðun Reykjanesi
Frumherji hf

Verkefnastjóri Viðhalds
Heimaleiga

Verkvirki
Norðurál