Nox Medical
Nox Medical

Starfsmaður í framleiðsludeild

Við leitum að áreiðanlegum og vandvirkum liðsfélaga til að bætast í framleiðsludeild okkar. Þú munt gegna mikilvægu hlutverki við framleiðslu hágæða lækningatækja sem skipta raunverulegu máli í lífi fólks.

Nox Medical er leiðandi fyrirtæki á alþjóðavísu í þróun og framleiðslu á lækningartækjum til þess að greina svefnsjúkdóma. Unnið er samkvæmt ítarlegu gæðakerfi og vinnan felur í sér mikla samvinnu við gæðadeild fyrirtækisins.

Helstu verkefni

  • Sinnir verkefnum sem snúa að samsetningu, merkingum og pökkun á tækjum og kerfum
  • Framkvæmir gæðaskoðun á lækningatækjum og íhlutum sem notaðir eru í framleiðsluferlum
  • Fylgja verklagsreglum og gæðakerfi fyrirtækisins
  • Náin samvinna við gæðadeild til að tryggja öryggi og gæði
  • Sinna öðrum tilfallandi verkefnum eftir þörfum hverju sinni sem og að taka virkan þátt í umbótaverkefnum og hagræðingu ferla innan framleiðsludeildar
  • Stuðla að jákvæðu og samheldnu teymi
  • Viðhalda hreinu, öruggu og skipulögðu vinnuumhverfi

Hæfnis- og menntunarkröfur:

  • Færni til að fylgja verklagsreglum og skjölun
  • Áhugi á að starfa í umhverfi þar sem gæðakröfur eru miklar
  • Gæðamiðað hugarfar og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Reynsla úr framleiðslu eða framleiðslutengdu starfi er kostur
  • Góð þekking á ensku, bæði í ræðu og riti
  • Gott auga fyrir tölum og áhugi á tækni er kostur
  • Þekking á Excel og Word er æskileg

Umsóknir um þetta starf, ásamt ferilskrá og kynningarbréfi, mega vera á íslensku eða ensku.

Við höfum áhuga á hæfileikaríku fólki sem deilir ástríðu okkar fyrir að bæta líf fólks. Nox Medical fagnar fjölbreytileika. Við teljum að grunnurinn að kraftmikilli frumkvöðla starfsemi felist í sanngjörnu og inngildandi vinnuumhverfi. Menning fyrirtækisins okkar byggist á því að leiða saman ólíkar hugmyndir og einstaklinga til að hvetja til nýsköpunnar og samvinnu.

Advertisement published19. September 2025
Application deadline5. October 2025
Language skills
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags