Áltak
Áltak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingamarkaði og hefur verið það frá stofnun þess árið 1997. Alla tíð hefur megin áhersla fyrirtækisins verið að veita heildarlausnir í álklæðningum og undirkerfum. Fyrirtækið hefur farið ört stækkandi og vöruframboð aukist til muna. Í dag býður Áltak upp á heildarlausnir í kringum klæðningar, hljóðvist, steypumót, iðnaðarhurðir, vöruhúsarekka og margt fleira. Markmiðið er að bjóða eingöngu upp á gæðaefni sem standast íslenskar aðstæður og hafa endingartíma sem mældur er í áratugum.
Áltak er hluti af Fagkaupum sem rekur verslunar- og þjónustufyrirtækin Johan Rönning, Sindra, Vatn & veitur, S. Guðjónsson, K.H. Vinnuföt, Varma og Vélaverk, Ísleif, Hagblikk, Fossberg og Þétt byggingalausnir.
Hjá Fagkaupum starfa rúmlega 300 einstaklingar og aðsetur fyrirtækjana er í Reykjavík, Fjarðabyggð, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Grundartanga, Selfossi og á Akureyri.
Fyrirtækið leggur áherslu á góða vinnustaðamenningu, samstöðu og samheldni meðal starfsfólks. Unnið er eftir jafnréttis og jafnlaunastefnu félagsins sem einnig hefur hlotið jafnlaunavottun.
Þá er unnið samkvæmt mannauðsstefnu Fagkaupa þar sem tækifæri eru til starfsþróunnar og vaxtar í starfi með m.a. öflugu fræðslustarfi og fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Áhersla lögð á jákvætt, hvetjandi og öruggt starfsumhverfi þar sem vellíðan starfsfólks er haft að leiðarsljósi.
Starfsmaður í steypumótaleigu
Áltak er leiðandi í sölu utanhússklæðninga, kerfislofta og sérlausna í byggingaiðnaði. Fyrirtækið byggir á samhentu og jákvæðu starfsfólki sem hefur gæði og þjónustu að leiðarljósi.
Áltak býður einnig upp á heildarlausnir í steypumótum og hefur til sölu eða leigu allt sem til þarf í uppsteypu.
Mótin koma frá fyrirtækinu Doka og fæst allt sem þarf í kerfismót, bogamót og bitamót.
Vegna aukinna verkefna og umsvifa viljum við bæta við okkar frábæra hóp.
Við leitum við að kraftmiklum og duglegum einstakling/um til starfa í steypumótaleigu. Öll aðstaða er eins og best verður á kosið í sérútbúnu húsnæði mótaleigu.
Vinnutími er frá klukkan 8-17 og um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Afgreiðsla og móttaka á steypumótum
- Þrif og frágangur móta
- Önnur tilfallandi störf innan mótaleigu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Lyftarapróf er æskilegt
- Þekking á uppsteypu og steypumótum kostur
- Líkamlegt hreysti og úthald/ starfið er líkamlega krefjandi
- Reynsla í byggingarstörfum kostur
- Góð samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Öflugt félagslíf og virkt starfsmannafélag
Advertisement published3. January 2025
Application deadline21. January 2025
Language skills
English
Very goodRequired
Icelandic
Very goodRequired
Location
Fossaleynir 8, 112 Reykjavík
Type of work
Skills
Customer checkoutPositivityPhysical fitnessForklift licenseHuman relationsCustomer service
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (12)
Starfsmaður á Lager
RMK ehf
Dag- og kvöldvaktir hjá traustu fyrirtæki
Tempra ehf
Vöruhús - Warehouse
Icelandair
Þrif og öryggisleit um borð í flugvélum
Icelandair
Akstur og vinna í vöruhúsi
Dropp
Meiraprófsbílstjóri CE og starfsmaður á útisvæði / CE driver
Einingaverksmiðjan
Birgðavörður
HS Veitur hf
Lager og afgreiðslustjóri
Borgarplast hf
LAGER - AFGREIÐSLA - ÚTKEYRSLA
Sælgæti Sælkerans
Lager – öflugur starfsmaður - framtíðarstarf
Fálkinn Ísmar / Iðnvélar
Kranabílstjóri
Steypustöðin
Gagnaeyðing leitar að bílstjóra með sterka öryggisvitund
Gagnaeyðing