Þjónustufulltrúi í vöruhús Áltaks
Áltak óskar eftir að ráða kraftmikinn og duglegan starfsmann í vöruhús Áltaks að Fossaleyni. Um er að ræða 100% framtíðarstarf og er skilgreindur vinnutími frá klukkan 08:00-17:00 alla virka daga.
Meginhlutverk þjónustufulltrúa í vöruhúsi eru almenn vöruhúsastörf en starfsmaður sinnir vöruafgreiðslu til viðskiptavina, vörumóttöku og sér til þess að frágangur sé réttur og í samræmi við kröfur. Starfið felur einnig í sér tiltekt og önnur tilfallandi verkefni.
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og vefform 50 skills og er umsóknarfrestur til og með 12.janúar 2025
- Móttaka á vörum
- Vörutýnsla og pantarnir/ pökkun
- Losun gáma
- Sífellt umbótarstarf þar sem skilvirkni og góð þjónusta til viðskiptavina er í forgangi.
- Tryggja öryggi vinnuumhverfis og fylgja eftir öryggisstöðlum með öryggi starfsmanna að leiðarljósi.
-Rík þjónustulund
-Öguð og vönduð vinnubrögð
-Stundvísi og góð framkoma
-Góð íslenskukunnátta
-Geta til að vinna undir álagi
-Hreint sakavottorð
-Bílpróf og lyftarapróf æskileg
-Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
-Reynsla af vinnu í vöruhúsum er kostur
-Snyrtimennska
Líkamsræktarstyrkur
Samgöngustyrkur
Niðurgreiddur hádegismatur
Öflug félagslíf og virkt starfsmannafélag