Akraborg ehf.
Niðursuðuverksmiðjan Akraborg var stofnuð á Akranesi árið 1989. Í rúm 20 ár hefur fyrirtækið verið leiðandi í framleiðslu á hágæða niðursoðinni þorsklifur og er í dag stærsti framleiðandi sinnar tegundar í heiminum.
Fyrirtækið gekk á síðastliðnum árum gegnum mikið endurnýjunarferli og útlitsbreytingu og hlaut að því tilefni nýtt nafn og nýtt merki, Akraborg (kennitala hélst óbreytt). Merki Akraborgar vísar til verksmiðju sem staðsett er við og vinnur úr hafinu en rauði liturinn stendur fyrir þann eldmóð og kraft sem í starfsfólkinu býr.
Hjá Akraborg starfa í dag um 37 manns og nemur heildarframleiðsla fyrirtækisins um 11 milljónum dósa á ári. Þótt fyrirtækið sérhæfi sig í niðursoðinni þorsklifur eru aðrar vörutegundir s.s.þorsklifarapaté, niðursoðin svil og heitreykt loðna einnig framleiddar í umtalsverðu magni.
Akraborg kaupir hágæðahráefni af mörgum öflugustu og framsæknustu fiskvinnslum og útgerðum landsins en birgjar Akraborgar dreifast vítt og breytt um landið.
Vörur fyrirtækisins eru seldar víðsvegar um heim s.s. Vestur- og Austur-Evrópu, Kanada og Asíu.
Akraborg hefur MSC rekjanleikavottun fyrir Atlantshafs þorsk. C-TUN-1008.
Akraborg kaupir þorsklifur, skötuselslifur og annað hráefni hringinn í kringum landið af smábátum, útgerðum, fiskvinnslum og slægingarstöðvum. Hráefnið kaupum við á staðnum og borgum flutningskostnað á Akranes.
Almennur starfsmaður með lyftararéttindi
Akraborg ehf. óskar eftir starfsmanni með lyftararéttindi á starfstöð sína á Akranesi.
Við leitum að öflugum starfsmanni með lyftararéttindi til ýmissa starfa innan verksmiðjunnar okkar á Akranesi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf mjög fljótlega.
Tölvukunnátta æskileg.
Vinnutími að jafnaði: 07:00 - 15:00 (En þó töluvert um tilfallandi yfirvinnu)
Umsóknir berist í gegnum Alfreð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn lyftarastörf
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Vanur lyftaramaður
- Almenn tölvukunnátta
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Lyftararéttindi og bílpróf skilyrði
Advertisement published17. December 2024
Application deadline17. January 2025
Language skills
Icelandic
Very goodRequired
Location
Kalmansvellir 6, 300 Akranes
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)