
Síminn
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyinga sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við erum fjölskylduvænn vinnustaður og leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar.
Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki auk þess sem boðið er upp á búningsaðstöðu fyrir starfsfólk.
Við viljum hafa gaman í vinnunni og bjóðum reglulega upp á fjölbreytta innanhúss viðburði af ýmsu tagi.
Ef þú ert að leita að spennandi verkefnum, frábæru samstarfsfólki og lifandi vinnuumhverfi þá er Síminn góður kostur fyrir þig.
Síminn hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um hjá Simanum.
Gildi Símans eru skapandi, fagleg og árangursdrifin.

Starfsmaður í móttöku Símans
Starfsmaður í móttöku starfar í móttöku í verslun fyrirtækisins og á í daglegum samskiptum við gesti, viðskiptavini og samstarfsfólk. Starfið felur í sér móttöku gesta, móttöku á búnaði, afgreiðslu pantana í snjallbox ásamt öðrum verkefnum sem styðja við góða þjónustu og faglegt viðmót fyrirtækisins.
Við leitum að samviskusömum einstaklingi með mikla samskiptahæfni og ríka þjónustulund sem tryggir faglega upplifun viðskiptavina og gesta.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka gesta
- Skráningar á gestum og starfsfólki
- Halda móttöku- og verslunarrými snyrtilegu og aðlaðandi
- Afgreiða búnað í snjallbox og taka á móti búnaði frá viðskiptavinum
- Ýmis önnur verkefni í samstarfi við aðrar deildir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Góð samskiptafærni, þjónustulund og jákvætt viðmót
- Skipulagshæfni og nákvæm vinnubrögð
- Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér ný kerfi fljótt
- Góð færni í íslensku er nauðsynleg
- Góð ensku kunnátta er kostur
Fríðindi í starfi
- Árlegur líkamsræktarstyrkur
- Aðgengi að velferðarþjónustu Heilsuverndar
- Rafmagnsbílastæði, hjólageymslur og búningsaðstaða
- Gleraugnastyrkur
- Afslættir af vörum og þjónustu Símans
- Samgöngustyrkur vegna vistvænna samgangna til og frá vinnu
- Námsstyrkir
Advertisement published14. October 2025
Application deadline26. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Ármúli 25, 108 Reykjavík
Type of work
Skills
HonestyPositivityIndependencePlanningCustomer service
Professions
Job Tags
Other jobs (4)
Similar jobs (12)

Gestaupplifunarfulltrúi & Barþjónn / Guest Experience Associate & Bar Host
Center Hotels

Móttökuritari - spennandi tækifæri á vinnustað í örum vexti
Húðlæknastöðin

Front Office Receptionist
Alva Capital ehf.

Marketing Assistant
Costco Wholesale

Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður, hlutastarf
Landspítali

Fulltrúi á skrifstofu óskast / 50% staða
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins

Móttökuritari óskast til starfa
Læknastöðin Orkuhúsinu

Gestgjafar Sky Lagoon/Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon

Hotel Receptionist
Hótel Keflavík - Diamond Suites - Diamond Lounge - KEF Restaurant - KEF SPA & Fitness

Gestamóttaka næturvörður/Reception Nightshift
Hótel Eyja ehf.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
ÍSBAND verkstæði og varahlutir

Ert þú með reynslu úr hótelbransanum. Við leitum að teymissstjóra móttöku
Alva Capital ehf.