

Starfsmaður í mötuneyti
Við leitum að samsviskusömum og jákvæðum starfsmanni sem viðbót við öflugan hóp starfsmanna í mötuneyti Reykjalundar.
Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið starf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnutíminn og lengd vakta getur verið breytilegt. Að jafnaði þarf að vinna eina til tvær helgar í mánuði. Full dagvinnuskil eru 36 klst. fyrir hverja viku.
Hæfniskröfur:
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Vilji og hæfni til að starfa með öðrum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Á Reykjalundi stendur starfsmönnum til boða að nýta fullbúna heilsurækt og sundlaug, sér að kostnaðarlausu.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, auk stofnanasamnings Eflingar og Reykjalundar.
Upplýsingar um starfið veita Gunnar Jónsson yfirmatreiðslumeistari í síma 585 2014 og Guðbjörg Gunnarsdóttir mannauðsstjóri í síma 585 2143 eða í gegnum netfangið [email protected]












