Starfsmaður í Innflutning og Pantanir
Rafkaup óskar eftir að ráða starfsmann til Skrifstofustarfa.
Í starfinu felst:
Öll almenn skrifstofustörf sem krefjast góðrar tölvukunnáttu.
Umsjón með pöntunum. Samskipti við birgja. Samskipti við flutningsaðila. Tollskýrslugerð. Bókun innkaupareikninga, erlenda og innlenda. Umsjón með skráningu birgðatalninga og verðútreikninga. Aðstoð við símvörslu ofl.
Hæfniskröfur:
- Tala og skrifa Íslensku
- Góð tölvukunnátta nauðsynleg
- Reynsla af sambærilegu starfi væri gott
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Reglusemi og góð ástundun
- Góð enskukunnátta
Um hlutastarf, eða fullt starfshlutfall er möguleiki
Einugis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina og þarf viðkomandi að hafa hreint sakarvottorð. Um framtíðarstarf er að ræða.
Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á lömpum, lampabúnaði, ljósaperum og tengdum búnaði.
Rafkaup rekur í dag verslun í Ármúla 24 og Síðumúla 34 ,ásamt sölu til fagmanna, stofnana og fyrirtækja
Innflutningur
Góð tölvukunnátta