Amnesty International
Amnesty International
Amnesty International

Staða fræðslustjóra í 100% starf

Íslandsdeild Amnesty International leitar eftir kraftmiklum og skapandi fræðslustjóra. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og í teymi. Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra deildarinnar.

Fræðslustjóri fylgir eftir stefnu Íslandsdeildar Amnesty International sem byggir á stefnu alþjóðasamtakanna. Fræðslustjóri ber ábyrgð á fræðslustefnu Íslandsdeildar Amnesty International sem hefur það markmið að auka mannréttindaþekkingu í skólum og samfélaginu. Fræðslustjóri hefur umsjón með mannréttindafræðslu samtakanna og þróun hennar, þar með talið hönnun og útgáfa kennsluefnis um mannréttindi.

Fræðslustjóri á í samskiptum við menntastofnanir og aðra hagaðila í menntageiranum og ber ábyrgð á fjölmiðlasamskiptum og fréttatilkynningum tengdum fræðslustarfi. Hann ber ábyrð á og tekur þátt í viðburðum er tengjast fræðslustarfi. Fræðslustjóri þarf að eiga í samskiptum og samstarfi við aðrar deildir Amnesty International er varða mannréttindafræðslu.

Umsóknarfrestur er til 08.12.2024. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf á tímabilinu mars/apríl 2025.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulag og umsjón með mannréttindafræðslu samtakanna 

  • Áætlunargerð og mat á fræðslustarfi 

  • Framleiðsla, markaðssetning og miðlun kennsluefnis í mannréttindum 

  • Samskipti við skóla, stofnanir, fyrirtæki, hópa og einstaklinga um fræðslu 

  • Skipulagning og miðlun fræðslu til starfsfólks og stjórnar Íslandsdeildarinnar 

  • Samskipti við fræðsluteymi innan alþjóðahreyfingarinnar 

  • Verkefnastjórnun þvert á stoðir innan Íslandsdeildarinnar 

  • Ýmis konar skrif, yfirlestur og þýðingar 

  • Önnur tilfallandi störf 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólagráða í kennslufræðum 

  • Þekking á menntamálum 

  • Reynsla af kennslu, skipulagningu fræðslu og framleiðslu kennsluefnis 

  • Skapandi sýn á kennsluhætti og kennsluefni 

  • Mikil skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi 

  • Leiðtogahæfileikar og sveigjanleiki í starfi 

  • Góð tölvukunnátta (t.d. Canva, vefsíðugerð, gerð stafræns kennsluefnis og notkun samfélagsmiðla) 

  • Framúrskarandi færni í íslensku og ensku 

  • Áhugi á mannréttindamálum  

Fríðindi í starfi
  • Jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi 

  • Sveigjanlegt, skapandi og ábyrgðarfullt starf 

  • Vinnustaður með 34 klukkustunda vinnuviku 

Advertisement published15. November 2024
Application deadline8. December 2024
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.TeachingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Team work
Work environment
Professions
Job Tags