Sunna - frjósemismiðstöð
Sunna - frjósemismiðstöð
Sunna - frjósemismiðstöð

Starfsmaður á rannsóknastofu (fósturfræðingur)

Sunna frjósemi leitar að fósturfræðingi í 80–100% starf.

Við viljum fá til liðs við okkur manneskju sem sameinar nákvæmni, tæknilega færni og framúrskarandi samskiptahæfileika. Helgarvinna fylgir starfinu.

Helstu verkefni eru: • Dagleg störf á rannsóknarstofu eins og eggheimtur, sæðisvinnsla, frjóvgun, ræktun og uppsetning fósturvísa. • Framkvæmd sérhæfðra aðferða eins og smásjárfrjóvgun o.fl. • Gæðaeftirlit, skráning og samvinna í þverfaglegu teymi. • Upplýsingagjöf og ráðgjöf til skjólstæðinga og heilbrigðisstarfsfólks.

Hæfniskröfur og kostir: • Háskólamenntun í lífvísindum eða skyldum greinum (meistarapróf eða reynsla af IVF er kostur). • Góð íslenskukunnátta er skilyrði og góð enskukunnátta. • Nákvæmni, stöðugleiki og góð fínhreyfifærni. • Frumkvæði, skipulag og hæfni til að fylgja verklagsreglum. • Framúrskarandi samskiptafærni, samkennd og fagleg framkoma. • Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni til að vinna vel í teymi.

Við bjóðum: • Áhugavert og fjölbreytt starf á einkarekinni frjósemisstofu með öflugu fagteymi. • Nútímalega aðstöðu og nýjustu tækni. • Tækifæri til að vaxa innan starfs.

Áhugasamir senda inn ferilsskrá og umsókn þar sem fram kemur af hverju þetta starf er áhugavert fyrir þig.

Advertisement published1. October 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Urðarhvarf 8, 203 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Team work
Professions
Job Tags