
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða er opinber þjónustuaðili sem starfar í þágu almennings, það framfylgir ýmsum lögum og reglum s.s. lögum hollustuhætti og mengunarvarnir. Það hefur meðal annars eftirlit með dreifingu, merkingu og sölu matvæla, sinnir eftirliti með öryggi og hollustuháttum s.s. á sundstöðum og leikvæðum sem og framkvæmd mengunarvarnaeftirlits. Starfssvæðið er öll sveitarfélög á Vestfjörðum
Heilbrigðisfulltrúi á Vestfjörðum
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Vestfjörðum. Skrifstofan er í Bolungarvík. Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með leyfisveitingum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit með fyrirtækjum og stofnunum
- Útgáfa starfsleyfa, skráning og skýrslugerð
- Fagleg ráðgjöf og umsagnir
- Móttaka ábendinga og kvartana
- Gerð gátlista og verklagsreglna
- Fræðsla og upplýsingamiðlun til fyrirtækja, stofnana og almennings
Menntunar- og hæfniskröfur
- Krafa er um háskólamenntun á sviði matvæla, raunvísinda, verkfræði, heilbrigðisvísinda eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi.
- Viðkomandi þarf að hafa eða afla sér réttinda til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi skv. reglugerð 571/2002 um menntun og skyldur heilbrigðisfulltrúa.
- Reynsla af sambærilegri vinnu er kostur
- Þekking á umhverfismálum og neysluvatnsmálum er kostur
- Æskilegt að viðkomandi hafi gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli.
- Gott vald á ensku er kostur.
- Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við fólk.
- Bílpróf er skilyrði.
Advertisement published26. September 2025
Application deadline15. October 2025
Language skills

Required

Required
Location
Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík
Type of work
Skills
Human relationsDriver's licenceConscientiousReport writingCustomer service
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Sviðsstjóri umhverfis-, veitu- og framkvæmdasviðs
Húnaþing vestra

Heilbrigðisfulltrúi
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Verkefnastjóri í vöruþróun
Kerecis

Sérfræðingur á sviði líffræðilegrar fjölbreytni
Náttúrufræðistofnun

Verkefnisstjóri öryggis og heilsu
Landsvirkjun

Sérfræðingur í skipulagsmálum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Supplier Management Specialist / Sérfræðingur í birgjastjórnun
Alvotech hf

Starf í rannsóknar- og þróunardeild / R&D Technician
Alvotech hf

Principal/ Senior Specialist Pharmaceutical Sciences Quality – R&D Quality Generalist
Alvotech hf

Sérfræðingur / Scientist - Upstream Process Development (R&D)
Alvotech hf

Sérfræðingur í veiðistjórnun hreindýra
Náttúruverndarstofnun

Reynslumikill sérfræðingur / Senior Scientist - Validation Team (ARD)
Alvotech hf