
Sérfræðingur á sviði líffræðilegrar fjölbreytni
Náttúrufræðistofnun leitar að sérfræðingi til að hafa umsjón með verkefnum á sviði alþjóðamála, einkum í tengslum við alþjóðlega samninga og stofnanir sem fjalla um líffræðilega fjölbreytni.
Verkefni á því sviði felast að stórum hluta í umsjón með skýrslugjöf í tengslum við samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) sem og upplýsingagjöf vegna annarra alþjóðlegra samninga. Starfið felur einnig í sér aðkomu að nýju hlutverki stofnunarinnar við að sinna aðild Íslands að IPBES, Alþjóðlegu milliríkjanefndinni um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu. Í starfinu felst einnig undirbúningur og þátttaka á alþjóðlegum fundum. Auk framangreindra alþjóðlegra verkefna felur starfið í sér þátttöku í ýmsum verkefnum stofnunarinnar er varða upplýsingagjöf og ráðgjöf til stjórnvalda og annarra hagaðila á Íslandi um líffræðilega fjölbreytni og náttúruvernd.
-
Umsjón með vinnu við skýrslu Íslands vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (CBD) í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Umsjón með upplýsingagjöf Íslands inn í gagnagátt samningsins í samstarfi við tengiliði Íslands við samninginn.
-
Þátttaka í verkefnum tengdum þátttöku Íslands á fundum CBD.
-
Umsjón með upplýsingagjöf og samskiptum Náttúrufræðistofnunar við Bernarsamninginn í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
-
Þátttaka og umsjón með verkefnum Íslands á vettvangi IPBES í samstarfi við tengiliði Íslands.
-
Tilfallandi verkefni á sviði alþjóðamála í tengslum við annað alþjóðastarf á forræði stofnunarinnar s.s. AEWA, CAFF o.fl.
-
Tilfallandi verkefni á fagsviði að ósk yfirmanns eða önnur verkefni í samráði við hann.
-
Meistaragráða í líffræði eða umhverfisfræði
-
Lengri almenn starfsreynsla (3 ár eða meira) eða sérhæfð starfsreynsla á fagsviði (1-5 ár).
-
Mjög góð kunnátta og færni í íslensku og ensku jafnt í talmáli sem rituðu.
-
Færni í að greina, skapa eða þróa lausnir og túlka flóknar, sérfræðilegar upplýsingar, ásamt færni í að móta áætlanir.
-
Sérhæfð þekking á fagsviði.
-
Góð samskiptafærni til að skiptast á almennum upplýsingum við starfsfélaga og við t.d. almenning eða fjölmiðla.
-
Töluvert frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð innan viðurkennds starfsramma.
-
Geta og vilji til að taka sjálfstæðar ákvarðanir þótt samráð sé haft við yfirmann vegna stærri mála.
-
Færni til að skipuleggja og stýra verkefnateymi í samræmi við áætlanir með tilliti til tíma og fjármagns.












