
Fastus
Fastus er sölu- og þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í hágæðavörum og búnaði fyrir fyrirtæki og fagaðila. Höfuðstöðvarnar eru að Höfðabakka 7 í Reykjavík, þar sem öll helsta starfsemi fer fram undir einu þaki: heildverslun, skrifstofur, sýningarsalur, fageldhús, vöruhús, verkstæði og varahlutalager. Þjónustustaðir eru einnig á Akureyri og Selfossi.
Fyrirtækið veitir heildstæða þjónustu með breiðu vöruframboði, faglegri ráðgjöf, uppsetningum og viðhaldi á innfluttum tækjabúnaði.
Söludeildir eru sérhæfðar:
• Fastus heilsa þjónustar heilbrigðisgeirann með lausnum allt frá rekstrarvörum til flókins tækjabúnaðar
• Fastus lausnir þjónustar veitingastaði, hótel og fyrirtæki með borðbúnað, tæki, húsgögn og innréttingar.
• Tæknideildin, Fastus expert, sér um uppsetningu, viðgerðir, viðhald og gæðaheimsóknir.
• Innri þjónusta styður við allar deildir, m.a. í fjármálum, markaðsmálum, gæðamálum, upplýsingatækni, vörustýringu og mannauði.
Dótturfélög Fastus eru HealthCo og Frystikerfi.

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Við leitum að kraftmiklum og öflugum einstaklingi í 100% starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum og öðrum tækjabúnaði fyrir heilbrigðisgeirann.
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni, bæði í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk og við innleiðingu og kynningu á lausnum sem stuðla að betri meðferð og bættri þjónustu.
Viðkomandi þarf að hafa metnað til að byggja upp traust viðskiptasambönd og áhuga á því að vinna með hágæðavörum frá leiðandi framleiðendum.
Um 100% starf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf og sala á lækningatækjum
- Þjálfun og innleiðing til viðskiptavina
- Leita að nýjum sóknarfærum á ört vaxandi markaði
- Vinna við útboð
- Samskipti við heilbrigðisstarfsfólk, birgja og aðra hagaðila
- Kynningar og ráðstefnur innanlands og erlendis
- Önnur spennandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. heilbrigðisverkfræði, hjúkrunarfræði eða önnur heilbrigðismenntun
- Þekking og/eða reynsla af lækningatækjum er kostur
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Advertisement published15. July 2025
Application deadline6. August 2025
Language skills
No specific language requirements
Location
Höfðabakki 7, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
Public speakingProactivePositivityTeachingHuman relationsPhone communicationEmail communicationIndependencePlanningSalesTeam workBusiness relations
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (3)
Similar jobs (12)

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Atlas Verktakar ehf

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál

Framleiðslusérfræðingur / Production Specialist
Alcoa Fjarðaál

Verkefnastjóri
ÍAV

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Fastus