

Forstöðumaður fjármálamarkaða
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan forstöðumann í stjórnendateymi fjármálastöðugleikasviðs.
Um er að ræða starf í nýrri deild sem mun annast greiningar þvert á fjármálamarkaði, þar á meðal á hlutabréfa-, skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði, ásamt greiningum á áhættuþáttum tengdum ytri stöðu þjóðarbúsins og erlendum fjármálamörkuðum. Áhersla er lögð á samverkun ólíkra markaða og áhættuþátta sem tengjast fjármálastöðugleika. Deildin hefur einnig eftirlit með gjaldeyrisjöfnuði og afleiðuviðskiptum viðskiptabanka.
Fjármálastöðugleikasvið hefur umsjón með greiningu á áhættu í fjármálakerfinu og undirbúningi að setningu varúðarreglna, svo sem eiginfjárauka á fjármálafyrirtæki og beitingu lánþegaskilyrða, auk þess að bera ábyrgð á framkvæmd álagsprófa. Sviðið tekur einnig þátt í stefnumótun varðandi uppbyggingu fjármálakerfisins er varðar markmið, tæki og skipulag fjármálastöðugleika á Íslandi og fylgist með greiðslumiðlun og fjármálainnviðum með það að leiðarljósi að stuðla að öryggi, virkni og hagkvæmni.
-
Ábyrgð á uppbyggingu deildar, faglegri þróun og framkvæmd fjármálagreininga þvert á markaði
-
Dagleg verkstjórn og mótun sterkrar liðsheildar
-
Þátttaka í innra starfi Seðlabankans, stefnumótun og áætlanagerð
-
Skrif í rit Seðlabankans ásamt öðrum skrifum og gerð kynningarefnis
-
Þátttaka í innlendu og erlendu samstarfi
-
Viðeigandi framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
-
Viðeigandi reynsla af störfum tengdum fjármálamarkaði, t.d. við greiningu og gagnavinnslu
-
Sterkir leiðtogahæfileikar
-
Reynsla af daglegri verkstjórn og mannaforráðum æskileg
-
Góð greiningarfærni ásamt hæfni til að setja fram og kynna niðurstöður
-
Lipurð í mannlegum samskiptum og mjög góð hæfni til að vinna með öðrum
-
Frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni, heiðarleiki og metnaður til að ná árangri í starfi
-
Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku













