Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf

Ertu drífandi og með brennandi áhuga á fjármálum og rekstri?

Fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar leitar eftir öflugum sérfræðingum. Í boði eru spennandi störf og tækifæri til að leggja sitt af mörkum á stærsta vinnustað landsins þar sem fagmennska og aðhald skipta máli. Við bjóðum upp á fjölbreytt og krefjandi verkefni á sviði fjármála og rekstrarráðgjafar, með tækifæri til starfsþróunar. Leitað er að einstaklingum sem búa yfir mikilli samskiptahæfni, sýna frumkvæði og hafa tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð.

Störfin eru á skrifstofu fjármálaþjónustu og ráðgjafar en skrifstofan sinnir fjármálaþjónustu, eftirliti, innkaupa- og rekstrarráðgjöf auk ábyrgðar á ráðgjöf í útboðsmálum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan hefur aðsetur að Borgartúni 12-14.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita stuðning, ráðgjöf og aðhald í fjármálum og rekstri
  • Móta og þróa verklag við eftirlit með rekstri og fylgja eftir frávikum frá fjárheimildum
  • Framkvæma rekstrargreiningar, rýna tækifæri til samlegðar og aukinnar hagkvæmni í innkaupum og rekstri og setja fram niðurstöður
  • Styðja við innleiðingu áhættustýringar á sviði innkaupa og rekstrar
  • Greina og nýta gögn og tölfræði til þess að styðja við ákvarðanatöku í rekstri
  • Þátttaka í þróun og umbótum í starfsemi skrifstofunnar
  • Önnur verkefni sem starfsmanni er falið að leysa af yfirmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framhaldsmenntun á háskólastigi í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af verkefnum tengt ráðgjöf, greiningum eða fjármálum
  • Sterk greiningarhæfni og gagnrýnin hugsun við úrlausn verkefna
  • Þekking á Power BI, Excel og helstu forritum til greiningar og framsetningar gagna
  • Góð samskiptahæfni og geta til að setja sig inn í fjölbreytt rekstrartengd verkefni
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur
  • Heilsuræktarstyrkur
  • Menningar- og sundkort Reykjavíkur
Advertisement published6. August 2025
Application deadline20. August 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Location
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags